Freyr - 01.01.1955, Side 282
GUÐMUNDUll ÞOR VA LDSSON:
Frd Stiklastað d Sverrisborg
Frá því að ég var barn, hafði mig alltaf
dreymt um að mega sjá þessa sögustaði,
sem landnámsmennirnir komu frá í Noregi.
Eg var ákaflega hrifinn af að lesa Noregs-
konungasögur, og auðvitað vöktu þær
löngun mína til þess að sjá staðina, enda
hefur mig aldrei langað eins mikið til að
sjá neitt land eins og Noreg, — jú, og svo
pýramídana í Egyptalandi.
Og svo kom tækifærið til að sjá Noreg
þegar Búnaðarfélagið efndi til bændafarar
um Norðurlönd sumarið 1953. Ég hlakkaði
mikið til þess að sjá Þrændalög, og það
urðu mér engin vonbrigði, því aldrei hef ég
á ævi minni lifað ánægjulegri stundir, held-
ur en í þessari ferð. Allt stendur ljóst í
huga mínum, en dýpst þó Stiklastaður og
allt það, sem þar gerðist forðum, já, og
svo allt, sem fyrir okkur var gert. Ég held
hér við söguna og læt aðra um að segja
frá búskap og þessháttar. Hér í Þrænda-
lögum var ég á helgum stöðum. Það var á
Stiklastað, sem Ólafur konungur helgi féll.
Hefur saga verið sögð um það, hvernig
hindrað var, að óvinirnir sökktu líki hans
í sæ, og aðeins fáum mánuðum síðar var
helgi hans viðurkennd.
En fleiri staðir eru fornfrægir á þessari
slóð, en kirkjan gamla, sem enn stendur og
umhverfi hennar, sem mér fannst hvísla
sögum fornra atburða að ferðamanninum.
Við Islendingar höfum alltaf verið stoltir
af afreki Kjartans þegar hann þreytti sund
við Ólaf Tryggvason. Og nú sá ég ána
Nið, sem rennur í útjaðri og í gegnum
þennan óskaplega fallega bæ, Þrándheim.
Og þarna stendur Ólafur Tryggvason á
torginu, þetta stórmikla minnismerki. Eig-
iulega saknar maður þess, að ekki er til
líkneski af Kjartani Ólafssyni.
En hvað um þessa fornu frægð? Hitt er
furðulegt að mönnum skyldi detta í hug
að yfirgefa þetta frjósama og fallega land
og flytja til íslands. Þórhallur gamli var
hofgoði á Mæri í Þrændalögum, en hann
fýsti til íslands, reif niður hofið, hafði með
sér hofsmoldina og súlurnar, kom í Stöðvar-
fjörð á íslandi og lagði Mærinnar helgi á
allan fjörðinn og lét þar engu tortíma utan
kvikfé heimilu. Hann bjó þar alla ævi og
frá honum eru Stöðvfirðingar komnir. Það
er ekki gott að segja, hvað hefur rekið hann
burt úr þessu dásamlega héraði út til ís-
lands. En hvað um það, svona byggðist
ísland, og á milli Þrænda og okkar eru sterk
tengsli, það finnur maður bezt þegar hing-
að til Þrándheims er komið. Það er eins
og að koma heim.
272
fimmtíu ára
FREYR