Freyr - 01.01.1955, Síða 283
Frjósöm er sléttan og vel yrkt á Stiklastað--------og frjór er akur sögu og sagna um þessa slóð.
Þetta voru menningarmenn, sem komu
frá Þrændalögum til íslands, þó að margir
hafi viljað gera lítið úr þeim, og segja að
þetta hafi verið sjóræningjar, þjófar, bóf-
ar og drullusokkar; en það er þrennt, sem
ég sé að sannar, að þetta var menningar-
fólk. Fyrst og fremst hefðu engir aumingjar
komist yfir hafið, í öðru lagi sanna ör-
nefnin, að þetta var hugvit, sem í þeim
fólzt, og svo að skapa sér framtíð í ónumdu
landi, þurfa að byrja frá byrjun hér. Já og
svo má bæta við lagasmíðum þeirra. Auð-
vitað höfðu þeir fyrirmyndir með sér, en
þeir urðu þó að kunna lögin. Mér var hugs-
að til þessa þegar okkur var bent á Frosta-
þing. Nei, það hefur ekki verið það lak-
asta úr þjóðinni, sem fór til íslands. Hvergi
á leið okkar sá ég glæsilegra fólk, en í
Þrændalögum; viðmótið, og allt í fari þess
var svo elskulegt, að maður gleymir því
ekki, né viðtökunum hjá fylkisstjóranum
og fleirum. Slíku getur maður aldrei
gleymt.
Og svo var eitt ævintýrið í viðbót — að
koma upp á Sverrisborg. En hvaða þýð-
ingu hefur hún eiginlega haft? Jú, auðvit-
að var hún vígi, ákaflega gott vígi í þá
daga, skrítið annars að ég man hvergi að
hafa heyrt þess getið, og þó er þetta stór-
merkilegt fyrirbæri, þó ekki væri nema
vatnslindin, sem kemur þarna beint upp
úr klöppinni uppi á fjalli, og hún kvað
aldrei þorna.
Jú, Sverrir konungur er einn af mínum
uppáhaldskonungum, en þetta hefur nú
verið valdaræningi. Hann hefur verið eins
F R E Y K
fimmtíu ára
273