Freyr - 01.01.1955, Page 286
Á Skjetlein búnaðarskóla. —
Við gafl einnar byggingar-
innar standa: Þorsteinn Sig-
urðsson, form. Búnaðarfé-
iags Islands, Ivar Sakshaug,
skólastjóri Skjetlein, Knut
Brauteset, kennari Skjetlein
og Gísli Kristjánsson, ritstj.
og mun hann og nýttur til kennslunnar,
bæði um hirðing vélanna og stjórn þeirra.
Talsvert af byggingum skólans hefur á
ýmsum tímum orðið eldi að bráð, enda
að mestu úr timbri, en hafa ætíð risið upp
voldugri og fegurri en fyrr, og segir það
nokkuð um þróunarsögu hans. —
Skólinn er stofnsettur þar á Skjetlein
árið 1900, og mun hafa útskrifað fyrstu
nemendur sína 1901. Var hann fluttur
þangað frá Þrándheimi, en þar hafði hann
verið reistur 1895, og þá að nokkru í fram-
haldi af skóla, sem stofnsettur hafði verið
á Munkvoll í Þrændalögum 1847. Hafði
sá skóli verið lagður niður 1870 en svo
verið endurreistur í Þrándheimi, sem áður
er sagt. Piltarnir, sem útskrifuðust 1901,
höfðu innritast í skólann í Þrándheimi
haustið 1899. Voru þeir aðeins 11 talsins.
t stofnskrá skólans frá 1900 segir svo:
„Hlutverk skólans er að veita ungum
mönnum hagnýta fræðslu fyrir dugandi
bændur.“ Og 1917 hefst reglugerð skólans
á þessum orðum:
„Hlutverk skólans er að vinna að þróun
landbúnaðarins í amtinu.“ Þetta mun mjög
fara saman og munu þessir þættir í stefnu-
skrá og athöfnum skólans óbreyttir enn.
Verklegt nám er þar mjög í heiðri haft. Á
þriggja missera námskeiði voru bóklegar
greinir kenndar þar 1451 kennslustund, en
verklegar greinir 1389 stundir. Sézt á þessu,
að skólinn leggur nokkuð að jöfnu rækt
við hug og hönd, og kynni að vera nokkur
ástæða fyrir okkur íslendinga að veita því
athygli. —
Þegar komið er inn í matsal skólans á
Skjetlein, blasir við augum málmplata ein
allstór. Eru greypt á hana þrjú nöfn. Hún
er þar fest upp til minningar um þrjá nem-
endur skólans, sem urðu ægivaldi þýzka
hemámsins að bráð. Einn þeirra var að
taka próf í skólanum 9. apríl 1940, þá að-
eins 19 ára. Hann skrifaði þessi orð á
prófblaðið sitt: „Við verjum landið okk-
ar.“ Hinn 14. apríl s. á. eða 5 dögum síðar
varð hann einn þeirra, sem fómuðu lífi sínu
í orustu við innrásarliðið þar í Þrænda-
lögum.
Meðan á hinu þýzka hernámi stóð, var
276
fimmtíu ára
F R E Y R