Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 289
VILHJÁLMUR ÞÓRÐARSON:
í GUÐBRANDSDAL
Dofrafjöllin eru lieimur norrænna æfin-
týra. En þau eru líka heimar öræfa og
hrikalegra fjalla. Leiðin milli Þrándheims
og Oslóar liggur yfir þau, og hefur svo
verið um aldir. Er trúlegt, að hann liggi
enn í dag á líkurn slóðum, sem hann hef-
ur legið frá öndverðu. Það er því líklegt,
að við augum ferðamannsins blasi enn
sömu myndir og horfðu við forfeðrum
okkar, fyrir 10—12 öldum. En vegirnir og
farkostirnir eru aðrir. Nú liggja þar tvær
brautir, — járnbraut, sem víða er meitluð
inn í fjöllin, og því hrikaleg og mikið
mannvirki, — og bifreiðavegur.
Þar sem brautin stígur hæst, mun hún
vera rúma 10 hundruð metra yfir sjó og
tekur það langan veg, að ná þeirri hæð að
norðan. Er þá komið allhátt upp fyrir
hæstu skógarmörk, sem þarna að norðan
munu ná lítið yfir 700 m. En skömmu
eftir að efstu hæðinni er náð, hallar ört
undan fæti, enda er komið inn í skóg áð-
ur en varir, — Iágvaxinn og kræklóttan
fyrst, en úr honum réttist furðu fljótt. —
Eftir stuttan akstur er komið fram á brún
þar sem við blasa tveir dalir; liggur annar
þeirra til vesturs, langt inn í töfraheim
Dofrafjalla, hinn til suðurs, þröngur með
skógi klæddar hlíðar, yfirleitt allbrattar,
en ótrúlega fjölbyggðar, þrátt fyrir það að
þarna virðist löndin torræktuð. En skóg-
urinn stendur líka að baki ræktuninni, —
skýlir henni og réttir henni hjálparhönd.
Hér blasir við Guðbrandsdalurinn.
Að sjálfsögðu eru myndir Guðbrands-
dals ekki allar eins og þær, sem við okk-
ur blöstu af brúninni, þegar hann opn-
aðist okkur fyrst. Þegar kemur niður í dal-
inn breytir hann mjög um svip. Hlíðarnar
eru háar og víða snarbrattar, en skrýddar
barrskógi neðan frá árbökkum hátt í hlíð-
ar. Dalbotninn er á löngum köflum hulinn
stöðuvatni, og gerir það dalinn heillandi
fagran. Á vötnunum voru víða svo stórar
yiðarbreiður, að við áttum bágt með að
trúa okkar eigin augum. En sama myndin
blasti við okkur dalinn á enda.
í fjarlægð sýndust smáeyður í skóginn,
hátt upp hlíðarnar, jafnvel upp á brúnir
dalsins. Þetta eru bændabýlin, eða réttara
sagt ræktunarlendur þeirra. Er byggðin
ótrúlega þétt, enda er talið að í Guð-
brandsdalnum séu um 10 þúsund bændur.
Þó að dalurinn sé svo sumarfríður, mun
þar oft vetrarríki, — frosthörkur miklar og
snjóalög. En þar kemur oftast sumar með
FREYR
fimmtíu ára
279