Freyr - 01.01.1955, Page 291
I.igandi Nermo hótels er einnig bóndi, sem rekur gott bú, en hótelið er jafnframt íbúðarhús bújarðarinnar.
bugðupuntur, sauðvingull o. fl., að fjalla-
grösunum ógleymdum, þar sem hæst var
og hróstugast. Fjarst í norðri blánaði
fyrir snæþöktum tindum Dofrafjalla.
Þessa daga voru menn að búa sel sín
undir sumardvölina. Sást reykur stíga frá
stöku seli, og þar voru öll einkenni æva-
fornra búnaðarhátta, sem á fyrstu öldum
sögunnar var sameign norrænna þjóða, en
við höfum fyrir löngu kastað að fullu.
Sagt var okkur, að fjórum dögum síðar
mundu dalbúar flytja í selin. Við áttum
þess því ekki kost að hlusta á hinn fræga
söng selstúlknanna, enda er óvíst að við
hefðum orðið allir á það sáttir að yfirgefa
hann, ef túlkun Ole Bull á honum er
nærri lagi. Við kvöddum hinar norsku heið-
ar þakklátir í huga fyrir að hafa átt þess
kost að auka svo dýrðlegum degi í æfi-
þátt okkar, og þó minnugir þess, að ísland
á líka sína öræfadýrð. —
Var haldið suður heiðina og komið ofan
að Litla-Hamri. Litum við snöggvast á
hið fræga byggðasafn, sem kennt er við
A. Sandvig. En til þess að skoða það til
nokkurrar hlítar, mundi einn dagur stoða
lítt, hvað þá einn klukkutími. Og þó sást
þar furðumargt, og m. a. hin fræga Garmo
kirkja, sem talið er að sé að stofni til frá
1020, og þá til hennar efnt af Olafi Har-
aldssyni. —
A leiðinni frá Litla Hamri að Nermo
komum við í bændaskóla að Stóra-Hofi.
Er hann nýendurreistur eftir hernámið,
fjwnitin ára