Freyr - 01.01.1955, Page 296
Svona er útsýn yfir Gnðbrandsdalinn hjá Nerino, skammt innar en Lillehammer.
göngum um þessar stóru, fornu og veglegu
byggingar, þá veitir það okkur öryggi, að
nú vitum við, að heima á mikill fjöldi
bænda sæmileg hús yfir fólk og fénað, þó
að þau þoli ekki samanburð við þessi stór-
liýsi. Oðru máli var að gegna fyrir 35 ár-
um, þegar við Sigurður í Haukadal, Helgi
í Hvammi og Jón í Hrepphólum, vorum
að glíma við grjótið á Jaðri; þá rann okk-
ur til rifja munurinn á þessum stórhýstu
bændabýlum og torfkofunum, sem þá voru
algengastir heima. En bjartsýnir vorum
við þá, og erum reyndar enn, og ólum þá
von í brjósti, að geta fært eitthvað til
betri vegar, þegar heim kæmi. Hvernig það
hefur gengið verður ekki rakið hér, en
lítum aftur á húsin hjá Iver Lo.
Þessi fornu hús eru öll hlaðin — ekki úr
hnaus eða torfi og grjóti, heldur úr firna-
stórum trjábolum, sem taka víða yfir alla
vegglengd, 10 m og meira og allt að 50
cm í þvermál. Bolirnir eru haglega saman-
felldir, og kann ég að engu leyti að greina
frá þeirri list. Allir skilrúmsveggir ganga
út í gegnum útveggi, svo að utan frá má
greina herbergjaskipan. Þessar byggingar
eru traustlegar svo af ber og stílhreinar.
Þær láta ekki á sjá, þó aldurinn sé hár.
Hirðusöm mannshöndin veldur því, að
tímans tönn vinnur ekki á þeim um ár
og aldir. Á Maihaugensafninu á Litla-
hamri eru 75 sveitabæir af mismunandi
gerðum. Þar sézt ekki fúi í spýtu og eru
þó flestir þeirra margra alda gamlir. Það
286
fimmtíu ára
FREYR