Freyr - 01.01.1955, Page 306
Dönsku sveitakirkjurnar eru langflestar í þeim stíl, sem myndin sýnir. Þær eiga margra alda þróunarsögu.
Elzti hlutinn — kórinn — er í flestum þeirra frá 12.—14. öld, síðan stnáóx byggingin, tuminn kom síðast,
fvrir svo sem 100 árum.
Ég geng þess ekki dulinn, að kirkjuhald
og trúarlíf er á mun þroskaðra stigi víða
á Norðurlöndum en hér heima. Einkum gat
ég vel fundið þetta í Danmörku. Marka
ég það m. a. á því, að á þeim skólum, sem
við gistum í, byrjaði dagsstarfið með
sálmasöng og bænalestri. Voru það mér ó-
blandnar ánægjustundir, að vera áheyrandi
að þessu byrjunarstarfi dagsins, og sjá hve
mikil kyrrð ríkti, meðan á söng og lestri
stóð. Sýndist mér þetta fölskvalaus helgi-
stund, og var það áhrifaríkt að sjá marga
tugi ungmeyja byrja daginn á þennan
hátt. Trúað gæti ég því, að það séu ekki
lítil uppeldisáhrif, sem þarna liggja á bak
við. Því miður skildi ég ekki orðið, sem
flutt var, en ég fann samt til mikillar
gleði, að vera þarna viðstaddur.
Því miður gafst ekki tími til að skoða
kirkjur og kirkjugarða í Danmörku, til
þess að kynnast rækilega þeirri umgengis-
menningu og þeirri alúð, sem á það er lögð
að fegra guðsúsin og legstaði feðra og
mæðra. En frásögn um þá hluti og athugan-
ir einstakra mannvirkja af þessu tagi, var
nóg til að fullvissa mig um, að á þessu sviði
erum við íslendingar algjörir eftirbátar og
eigum langt ófarið til þess að komast í
annarra fótspor. Þó að ekki sé miðað við
það fullkomnasta, sem skoðað var af kirkj-
um og grafreitum, svo sem margra kvnslóða
störf til skreytingar kirkjum, þá má þó
296
fimmtíu ára
PRE Ylt