Freyr - 01.01.1955, Side 309
hlið menningarinnar þar. Hafði ég þó fyrir
satt, að þar mundi í engu á skorta.
Þegar til Noregs kom, blasti enn við hið
sama, rækt við kirkjur og kirkjugarða.
Virtist mér að ræktin við kirkjurnar, sem
birtist Ijósast í viðhaldi þeirra og skreyt-
ingu, sanna mér að þeim sé Ijóst, að þeir,
sem þangað koma skilji, að „hið lága fær-
ist fjær, en færist aftur nær hið helga og
háa,“ í hátíðegri kirkju. Það er vissulega
mikils vert fyrir hvert þjóðfélag að eiga
einhvern helgistað þar, sem þeir, er þess
vilja leita, geti komist í náið samband við
Guð sinn. Eg er þess fullviss, að enginn
staður getur eins fullnægt þeirri þörf, og
veglegt kirkjuhús.
Dómkirkjur Norðurlanda eru svo langt
hafnar yfir það, sem algengast er um
safnaðarkirkjur vfirleitt, að þar kemst
naumast að nokkur samanburður. En þær
fáu safnaðarkirkjur, sem við sáum, virtust
yfirleitt umgengnar af smekkvísi og rækt-
arsemi. Og ýmsar þeirra virtust mjög veg-
legar, þótt smærri séu en dómkirkjurnar.
Hefur hugur og hönd fylgzt að um að
gera þær fagrar, og þá ekki síður umhverfi
þeirra, og þó einkum kirkjugarðana. Var
það oft skemmtiganga að skoða það, scm
þar mátti prýða.
Það er að sjálfsögðu margt og mikið,
sem læra má af því að ferðast um ná-
grannalöndin. Þarf enginn að undazt á því,
þar sem sjálfstjórn og menning hefur get-
að þróast óhindrað öld fram af öld. En
Dómkirkjan í Prándheimi er ekki aðeins veglegt
musteri, heldur cr hún og heilt safn listaverka, auk
jjess sem hún sjálf er undrasmíði. Að byggingu
hennar og skreytingu vinnur stöðugt stór hópur
manna.
það er að mínu áliti ekki síður ávinning-
ur að sjá hvernig þessar þjóðir búa að
kirkjuhaldi og trúarlífi sínu. Það mun ekki
minnst um vert.
FREYR
fimmtíu ára
299