Hugur - 01.06.2010, Side 179

Hugur - 01.06.2010, Side 179
Freud og dulvitundin (oglistin) 177 Enn öðrum þykir skáldskapur allra (sálar)meina bót. Kannski það sé rétt, kannski er skáldskapurinn okkar eini sanni sálgreinandi, ekki fólk af holdi og blóði sem blótar goð á borð við Sigmund Freud eða er þjakað af oftrú á mátt lyfjanna. Nú er sá yfirleitt gangur mála í vísindum að sættir nást fljótlega um meginfor- sendur. En því er ekki að heilsa í sálarfræði og í sállæknisfræðum, hvað þá öðrum mannvísindum. Því er engin fúrða þótt menn láti sér detta í hug að vísindin hafi ekki enn náð því markmiði að skilja mannskepnuna og finna lækningu við hennar sálarmeinum. Kannski geta vísindin ekki náð þessu markmiði, ef til vill hefúr maðurinn víddir sem ekki verða skildar með tækjum vísindanna. Hér kann listin að eiga leik á borði. Vísindin efla vissúlega marga dáð en eiga ekki einkarétt á því. Skáldskapur getur h'ka eflt margvíslegar dáðir, meðal annars með því að benda á nýja möguleika rétt eins og heimspekin (en leikreglur mögu-leiksins eru frjálsari í fagurbókmenntum, ekki endilega settar af skynseminni). Aðal skáldskaparins er að veita okkur innsýn í mannh'fið, auka skilning okkar á því. Ekki með því að afla vitneskju um áður óþekktar staðreyndir heldur með því að gefa okkur nýja og frjóa sýn á hvernig tengja megi þær. Slíka sýn veitir skáldsaga Fjodors Dostojevskí, Glæpur og refsing, því hún tengir staðreyndir um sekt, trú og sálarlíf með nýjum og áleitnum hætti. Aðalsöguhetjan, Raskolnikov, drepur gamla okurkerlingu og telur sig hafa fúflan rétt til þess arna. En dulvituð sekt heltekur hann, lamar hann, trúin ein getur bjarg- að honum. Kannski þetta sé dagsatt, gildi um flesta menn. Dostojevskí bendir á nýjan möguleika, endurhugtekur staðreyndir og endurlýsirþeim. En það er einmitt það sem Maclntyre sagði að sálgreining gerði best! Skáldskapurinn gefúr okkur tækifæri á að sjá hugsanir og tilfinningar manna innanfrá um leið og hann veitir okkur vissa fjarlægð á þær. Tilfinning skáldaðrar persónu eða mælanda í ljóði eru ekki tilfinningar lesandans, sú staðreynd gefúr honum fjarlægðina. Og fjarlægð er ávísun á lágmarkshlutlægni, í fj arlægð getum við séð hlutinn í heild sinni, séð formgerð hans, ekki ef við stöndum of nálægt honum. Um leið getum við lifað okkur inn í tilfinningaheim skálduðu persónunn- ar eða mælandans, séð veröldina frá þeirra sjónarhorni, með gleraugum skáldaðra kennda (ég ræði þessi mál nánar í Stefáni 2004: 273-297). Þannig getur skáldskap- urinn veitt okkur aðgang að hinu huglæga eins og menn upplifa það, áður en farið er að skýra það með tilgátum taugah'ffræðinnar. Eins og menn muna þá sagði Solms að til þess að staðsetja hið huglæga i heilanum verðum við að þekkja það eins og það kemur fyrir af skepnunni. Án upplifúnar engin taugasálfræði. Searle segir jú með réttu að hið dulvitaða hlyti að geta orðið meðvitað, sé það á annað borð til. En eins og áður segir þarf það ekki að vera skýrlega meðvitað. Séu dulvitaðar tilfinningar til þá er ekki ósennilegt að þær geti aldrei orðið meðvitaðar með skýrum hætti.8 Enn fremur er líklegt að þessar tilfinningar séu óþægilegar fyrir þann sem þær hefúr, hann reyni að bægja þeim frá sér með þeim afleiðingum að þær bælist. Sé til þekking sem er meira eða minna ómeðvituð má velta þeim möguleika 8 Ég játa að þetta er innsæisbundin hugmynd, ég get ekki röksmtt hana að neinu viti eins og stendur. En það kann að standa til bóta. Svo kann staðhæfingin einfaldlega að vera sönn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.