Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 172
Tímarit Máls og menningar
íélagsviðhorf baráttumannsins. Sem dæmi
má nefna: Til hins óþekkta hermanns 1.
maí-dagsins, Heljur hversdagsins eða Göm-
ul verkakona.
Tungutak Kristjáns írá Djúpalæk er létt
og aðgengilegt. A stundum verður honum á
að grípa til skáldamáls sem einu sinni
var lifandi og frjótt, en hefur, vegna
brúks, misst gneistann. Því miður virð-
ist þetta oftlega fylgja þeim skáldum
sem fylgja eldri Ijóðhefðum. Hann notar,
að minni hyggju, um of orðin „sál“ og
„þrá“, en þau eru, í sannleika talað, tor-
tryggileg í kveðskap; og er eg þó fullviss
um tilveru annars og kenni hins. Loka-
orð kvæðisins Til hins óþekkta hermanns
1. maí-dagsins: „goðastorð", er illa sett í
ágætu kvæði, ódýr lausn sem skaðar kvæð-
ið nijög. Það getur varla talist akadem-
ískur fordæðuskapur og kukl, hverju guð
forði frá, þótt þetta sé tínt til.
Ef til vill er kvæðið um Fjallaskáldið
eitthvert besta kvæði bókarinnar. Þó lýsir
það ekki síður veikleika Kristjáns en styrk
sem skálds. Miðkafla kvæðisins tel eg veik-
astan, cn hann geymir einmitt mikilvæga
hugsun sem varla er hægt að fella úr kvæð-
inu. Af þessum hluta kvæðisins má sjá að
það er sem langar ljóðlínur dragi úr aga
skáldsins. Lesarinn fyllist grunsemdum um
að höndum hafi verið kastað til verksins
þegar hann les: „geisli frá guða björtum
loga“ - þetta eru svo stór orð! „Söngsins
töframál" er orðaval sem veldur því að
farið er að leita að rímorðum og spurt:
var skáldið í klandri? Lýsingarorðið:
„blíður“ er líka alveg svakalegt í ljóðum.
Og það liggur við að maður gagnsefjist
við að lesa: „venndi hverja sál“. Hér hef-
ur skáldið gripið til of breiðra spjóta.
Ut af fyrir sig, er ósæmilegt að lasta Krist-
ján frá Djúpalæk fyrir það að í hugskoti
hans hafa orðin ekki þolað þær gengis-
fellingar sem svo marga aðra hafa gert
tortryggna á hástemmt tal. En boðskapur
hans á erindi við fólk og þarf þess vegna
að ná fundi þess, án tortryggni og efa-
semda.
Þessi bók geymir mörg linyttin og
skemmtileg spakmæli sem hitta kjarnann.
Einkum á þetta við um kaflann Glettur,
en hann er víða lireint afbragð. Þessar
stuttu og knöppu stökur eru margar hverj-
ar alvcg frábærar; og er óþarft að nefna
dæmi. Sannleikurinn er sá að sjaldan hef-
ur íslenzkur andi flogið hærra en í stök-
unni; bestu ferskeytlur okkar eru það
l)esta sem við höfum nokkurn tíma gert
eða munum gera. Menn þurfa ekki að leita
alla leið í „epígrömm" (!!) eftir Fom-
grikki eða Ezra Pound til að sjá að í ljós-
broti lítils atviks má sjá mikinn sannleika,
og að það er kúnstin. I þessum kafla bók-
arinnar eru margar perlur, og þessi kúnst
verður snilld þar sem Kristjáni frá Djúpa-
læk tekst best.
Það er styrkur Kiistjáns hve heilsteypt-
ur liann er í lífsviðhorfum sínum og trú.
Það er í samræmi við sjónarmið skáldsins
að það cfast ekki heldur um gildi orðsins
og ljóðsins. Það segir hvorki kost né löst
á kvæðum þess þó að sagt sé að það er
léttir, og fögnuður, að lesa kvæði sem yfir
þessu búa. Hvað megnar Ijóðið nú á dög-
um, þegar fjöldinn les vikurit og sönglar
aðra dægurlagatexta og sýnu lakari en
„Það gefur á bátinn"? Svona má svo sem
spyrja, en Kristján frá Djúpalæk spyr í
kvæðinu Vinur líjsins: „Hvað bjargaði
Agli?“ og svarar umsvifalaust: „Ljóð“.
J.S.
ALFRÆÐI
Fyrir nokkrum ámm var hafinn undirbún-
ingur útgáfu alfræðibókar á vegum Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, ýmsar
ástæður ollu því að dráttur varð á frani-
314