Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 172

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Síða 172
Tímarit Máls og menningar íélagsviðhorf baráttumannsins. Sem dæmi má nefna: Til hins óþekkta hermanns 1. maí-dagsins, Heljur hversdagsins eða Göm- ul verkakona. Tungutak Kristjáns írá Djúpalæk er létt og aðgengilegt. A stundum verður honum á að grípa til skáldamáls sem einu sinni var lifandi og frjótt, en hefur, vegna brúks, misst gneistann. Því miður virð- ist þetta oftlega fylgja þeim skáldum sem fylgja eldri Ijóðhefðum. Hann notar, að minni hyggju, um of orðin „sál“ og „þrá“, en þau eru, í sannleika talað, tor- tryggileg í kveðskap; og er eg þó fullviss um tilveru annars og kenni hins. Loka- orð kvæðisins Til hins óþekkta hermanns 1. maí-dagsins: „goðastorð", er illa sett í ágætu kvæði, ódýr lausn sem skaðar kvæð- ið nijög. Það getur varla talist akadem- ískur fordæðuskapur og kukl, hverju guð forði frá, þótt þetta sé tínt til. Ef til vill er kvæðið um Fjallaskáldið eitthvert besta kvæði bókarinnar. Þó lýsir það ekki síður veikleika Kristjáns en styrk sem skálds. Miðkafla kvæðisins tel eg veik- astan, cn hann geymir einmitt mikilvæga hugsun sem varla er hægt að fella úr kvæð- inu. Af þessum hluta kvæðisins má sjá að það er sem langar ljóðlínur dragi úr aga skáldsins. Lesarinn fyllist grunsemdum um að höndum hafi verið kastað til verksins þegar hann les: „geisli frá guða björtum loga“ - þetta eru svo stór orð! „Söngsins töframál" er orðaval sem veldur því að farið er að leita að rímorðum og spurt: var skáldið í klandri? Lýsingarorðið: „blíður“ er líka alveg svakalegt í ljóðum. Og það liggur við að maður gagnsefjist við að lesa: „venndi hverja sál“. Hér hef- ur skáldið gripið til of breiðra spjóta. Ut af fyrir sig, er ósæmilegt að lasta Krist- ján frá Djúpalæk fyrir það að í hugskoti hans hafa orðin ekki þolað þær gengis- fellingar sem svo marga aðra hafa gert tortryggna á hástemmt tal. En boðskapur hans á erindi við fólk og þarf þess vegna að ná fundi þess, án tortryggni og efa- semda. Þessi bók geymir mörg linyttin og skemmtileg spakmæli sem hitta kjarnann. Einkum á þetta við um kaflann Glettur, en hann er víða lireint afbragð. Þessar stuttu og knöppu stökur eru margar hverj- ar alvcg frábærar; og er óþarft að nefna dæmi. Sannleikurinn er sá að sjaldan hef- ur íslenzkur andi flogið hærra en í stök- unni; bestu ferskeytlur okkar eru það l)esta sem við höfum nokkurn tíma gert eða munum gera. Menn þurfa ekki að leita alla leið í „epígrömm" (!!) eftir Fom- grikki eða Ezra Pound til að sjá að í ljós- broti lítils atviks má sjá mikinn sannleika, og að það er kúnstin. I þessum kafla bók- arinnar eru margar perlur, og þessi kúnst verður snilld þar sem Kristjáni frá Djúpa- læk tekst best. Það er styrkur Kiistjáns hve heilsteypt- ur liann er í lífsviðhorfum sínum og trú. Það er í samræmi við sjónarmið skáldsins að það cfast ekki heldur um gildi orðsins og ljóðsins. Það segir hvorki kost né löst á kvæðum þess þó að sagt sé að það er léttir, og fögnuður, að lesa kvæði sem yfir þessu búa. Hvað megnar Ijóðið nú á dög- um, þegar fjöldinn les vikurit og sönglar aðra dægurlagatexta og sýnu lakari en „Það gefur á bátinn"? Svona má svo sem spyrja, en Kristján frá Djúpalæk spyr í kvæðinu Vinur líjsins: „Hvað bjargaði Agli?“ og svarar umsvifalaust: „Ljóð“. J.S. ALFRÆÐI Fyrir nokkrum ámm var hafinn undirbún- ingur útgáfu alfræðibókar á vegum Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, ýmsar ástæður ollu því að dráttur varð á frani- 314
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.