Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 6
Tímarit Máls og menningar sveitina hans Þórbergs. Þarna fyrir neðan er Breiðabólsstaðarlónið, þar sem hann Þórbergur lék sér á skautum með leiksystkinum sínum. Þarna er Breiða- bólsstaður, þar sem bjó hann Steinn, afi hans Þórbergs. Þórbergur Þórðarson er einn af mestu listamönnum, sem íslenzk þjóð hef- ur alið á ellefu hundruð ára lífsferli sínum. Þetta er fullyrðing, sem ekki orkar tvímælis. En nú vil ég trúa ykkur vinum hans fyrir því, að væri ég spurður þess, hvað mér hefði þótt mest um vert í fari Þórbergs, þá myndi ég ekki fyrst nefna til listfengi hans. Ég niyndi svara: Hann var mikill maður. Af öllum samferðamönnunum hef ég engan dáð sem mikilmenni á borð við hann. Okkar kynslóð voru áskapaðir óskaplegir tímar djöfulæðis, vonbrigða, forheimskunar, stórra drauma og óumræðilegra þjáninga. Við höfum séð galdrabylji ofstækistrylltrar forheimskunar sveigja margan gildan stofninn til jarðar. En í göldrum þeim sást Þórbergur aldrei svigna. Þegar ýmsir þeir, sem maður vildi sízt vantreysta, misstu alla stjórn á rökréttri hugsun til könn- unar allra aðstæðna og töluðu óráð í móðursýkisköstum, þá sást Þórbergi livergi bregða, þá var hann maður til að vega og meta allar aðstæður með sömu rósemi, sömu hlutlægni, sömu nákvæmni og hann væri að mæla lengd bæjarganganna á Breiðabólsstað. Og þegar enn aðrir voru stjarfir, lögðu hendur í skaut og áræddu ei til gagnsóknar, þá var það Þórbergur, sem tók sinn beitta orðsins skjóma sér í hönd og beitti honum af þeirri leikni og dirfsku, að hvergi nam í höggi stað. Hvað var það, sem gaf honum þann styrk og rósemi, sem aldrei varð raskað á hverju sem gekk? Það var ekki harðlyndið, sem sumum er gefið og hefur oft vel dugað, þar sem mannkostir hafa staðið að baki. Það vitum við öll, að fáa gat viðkvæmari en hann. Níð- ingsháttur og heimska hvers konar, kúgun og löðurmennska fór um sál hans eins og sandpappír væri urgað í opna kviku. En það var honum ein æðsta skylda síns lífs að aga sig, svo að engir fordómar fengju á honum fangstað, vega allt og mæla af óhagganlegri sannleiksást og hafa í hverjum hlut það er sannast reyndist. Ég efast um, að Þórbergur hafi sett nokkurt það orð á bókfell, sem ekki fylgdi heill hugur að lokinni grandgæfri íhugun. Og þegar við stöndum nú frammi fyrir fortjaldinu, sem fallið hefur að baki Þórbergi vini okkar við þröskuld astralheimanna, þá leyfum við okkur að mæla nokkur orð til Alvaldsins, sem gefur og tekur og hvers nafn sé veg- samað. Okkur er ljúft að flytja þakkir fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við þennan gáfaða og sanna mann. Og okkur langar um leið að minna á það, hvílík lífsnauðsyn okkur er það nú á þessum erfiðu tímum að eiga meðal okkar jafn sanna sendiboða sannleika og réttlætis, jafnaðar og heið- 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.