Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 12
Tímarit Máls og menningar til þess að komast í viðgerðir hjá sérfræðingunum, meðan ungbarnadauði hjá fátæklingum í Bandaríkjunum var í svipuðu horfi og í ýmsum löndum Afríku og Asíu. Aðeins ríkustu auðkýfingar Bandaríkjanna hafa nú efni á því, sem allir íbúar fátækra landa hafa: persónulegri aðhlynningu á bana- beði. Bandaríkjamaður getur nú greitt sem svarar meðalárstekjum jarðar- búa fyrir tveggja daga læknisþjónustu. I stað þess að ráðast á þetta brenglaða heilbrigðismálakerfi í heild sinni láta Bandaríkjamenn sér nægja, að beina gagnrýni að einstökum afleiðing- um þess. Talsmenn fátæklinga gagnrýna hina kapítalistísku fordóma Lækna- samtaka Bandaríkjanna og hinar háu tekjur lækna. Stjórnir bæjarfélaga kvarta yfir því, hve litla stjórn bæjarfélögin hafa á heilbrigðismálum, og lifa í þeirri von, að leikmenn í stjórnun sjúkrahúsa geti eitthvert taumhald haft á læknunum. Talsmenn blökkumanna mótmæla því, að styrkir eru einkum veittir til rannsókna á þeim sjúkdómum, sem helzt hrjá hina hvítu, rosknu oföldu nefndarmenn, sem veita styrkina. Þeir biðja um að fé verði veitt til rannsókna á sigðkornablóðleysi, en sá sjúkdómur er einungis til hjá blökku- mönnum. Hinn almenni kjósandi vonar, að stríðinu í Víetnam fari að ljúka, þannig að meira ríkisfé verði til lyfjaframleiðslu. En þessar áhyggj- ur vegna afleiðinga kerfisins leiða huga fólks frá hinum skaðlega vexti stofnana, sem bera skulu ábyrgð á heilbrigðismálum, en þær stofnanir eru undirrót aukins kostnaðar, aukinna krafa og aukinnar vanlíðanar almenn- ings. Hnignun læknavísindanna er djúptækari en greint verði af einstökum afleiðingum hennar, og er þessum vísindum líkt farið og öðrum stofnunum iðnvæddra samfélaga. Þeirri hugmynd er haldið á loft, að læknavísindin geti „bætt“ heilsu manna án afláts, og viðskiptavinirnir eru fúsir að gerast tilraunagrísir í þeirri vonlausu tilraun. Fólk hefur nú ekki lengur rétt til þess að lýsa því yfir, að það sé veikt; þjóðfélagið viðurkennir slíkar yfirlýs- ingar aðeins að fengnu vottorði frá skrifstofuveldi læknanna. Þótt ekki sé miðað nákvæmlega við árin 1913 og 1955 sem ár þáttaskila í sögu læknavísindanna, er auðséð, að snemma á öldinni tóku læknavísindin að rannsaka árangur sinn vísindalega. Og síðar urðu læknavísindin sjálf að skálkaskjóli fyrir allan þann augljósa skaða, sem læknastéttin vann. Við fyrri þáttaskilin var auðvelt að ákvarða og mæla áhrif nýrra vísindalegra uppgötvana. Sýklalaust vatn dró úr ungbarnadauða, sem stafaði af sjúkleg- um niðurgangi; aspirín dró úr giktarverkjum, og hægt var að halda mal- aríu í skefjum með aðstoð kíníns. í ljós kom, að ýmsar hefðbundnar lækn- 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.