Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 37
Ertu nú ánœgð, kerling? nýtt innbú gátu þau bara keypt á afborgunum sem hans kaup entist til þess að borga. Nú gæti hann líka farið heim í mat. Hann var orðinn hundleiður á matnum niðri í Tryggingum. Hún bjó til góðan mat enda lærð húsmóðir. Eins og við mátti búast urðu næstu mánuðir dýrðlegir. Að vísu hafði hann alltaf verið virtur í Tryggingunum en nú fyrst var hann raunverulega mikils metinn. Hinir deildarstjórarnir brostu kumpánlega til hans þegar þeir hittust allir á bílastæðinu fimmtán mínútur fyrir tólf, það eins og gleymdist að draga aí honum kaup þó matartíminn yrði stundum ansi langur, hann fékk heimilistryggingu sem aukaþóknun fyrir vel unnin störf í þágu Trygging- anna. Hann var jafnvel farinn að hugsa um að næla sér í einhvers konar auka- vinnu sem hann gæti unnið heima milli eitt og tvö. Hann var alveg til í að vinna þá dálítið meiri eftirvinnu í Tryggingunum ef þannig stæði á. Hann velti þessari aukavinnu einu sinni fyrir sér allan daginn. Þegar hann kom heim sýndi hún aukavinnunni engan áliuga, talaði bara um að hún væri að verða svo feit. Hann hafði ekki tekið eftir því að hún væri feit. Iiún var svolítið þyhbin frá því hann mundi fyrst eftir henni en var hægt að kalla hana feita? Konan lyfti peysunni og sýndi fitufellingarnar á maganum. Honum hitnaði svolítið í hamsi, hann glotti og sagði hún væri mýkri en nokkur springdýna og hann vildi ekki að menn héldu að hann ynni ekki fyrir nógum mat. Nokkru seinna var hann kominn með bókhald fyrir nokkur fyrirtæki og vann yfirleitt að því frá hálfeitt til þrjú. Vegna þessa lauk Tryggingavinnunni að vísu sjaldnast fyrr en undir sjö en honum fannst það ekki gera neitt til. Maður er viljugur til að leggja ýmislegt á sig fyrir fyrirtækið ef fyrirtækið kemur yel fram við mann. Lífið hefði í raun og veru brosað við þeim ef konan hefði ekki talað um fitu í tíma og ótíma. Honum hálfleiddist hún. Eftir nokkra mánuði neyddist hann þar að auki til að horfast í augu við að þetta var ekki eintóm ímyndun. Hún var óneitanlega að byrja að fitna svolítið. Honum fannst þetta leiðinlegt rétt eins og henni. Það er ekki gaman að fara út að skemmta sér með feita og jússulega konu. Eins og allir vita er falleg kona viðurkenning á manninum: það er ekki á allra færi að ná sér í fallega eiginkonu. Verst féll honum þó við þær orsakir sem konan gaf upp fyrir fitunni. Hún sagði að sér leiddist. Þetta gat hún sagt þó hún ætti yndislegt heimili og mann til að hugsa um. Hún viðurkenndi það alveg að ekkert væri hægt að finna að heimilinu og hann léti hana hafa nóga peninga en hún réð alls ekki við leiðindin. Það var vegna þeirra sem hún var alltaf að borða. Hún sagðist 163
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.