Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 58
Tímarit Máls og menningar — Stundaöi faðir þinn líka búskap? — Faðir minn hafði líka skepnur. meðan hann var á Akureyri. Og var hann þar manna fyrstur til að rækta tún. — Lét hann verkalýðsmál til sín taka? — Faðir minn var einn af forystumönnum í verkalýðsfélaginu á Akureyri. Hann var gjaldkeri þess í fjöldamörg ár. Ég kynntist þess vegna starfi verka- lýðsfélagsins og litlu síðar, þegar ég hóf prentnám, þeim mönnum, sem voru fyrir því. Verkalýðsfélagið vann að því að hækka kaup og bæta kjör verka- manna yfirleitt. Það stofnaði snemma sjúkrasjóð og átti nokkuð gildan sjúkrasjóð, þegar almenna sjúkrasamlagið var stofnað. Farið var fram á, að sjúkrasjóður þess rynni inn í sjúkrasamlagið, en á það féllust verkamenn ekki. Það var fyrir tilstilli Jóhanns bróður míns. Hann lagðist gegn því. — Manstu, hvenær verkalýðsfélagið á Akureyri var stofnað? — Ég man það ekki fyrir víst. Ég held, að það hafi verið stofnað 1906. Það hafði verið verkalýðsfélag þar áður, sem stofnað var fyrir aldamót. Ef ég man rétt, stóð það að fyrsta verkfallinu, sem gert var á Akureyri. Þá var deilt um vinnulaun við lagningu hrautar frá Oddeyri til Akureyrar. Ekki man ég hvenær það var. Einar Olgeirsson á það áreiðanlega á blöðum. — Þekktir þú Einar Olgeirsson sem dreng? — Já, já, strax sem strák og fólk hans allt. Fólk hans var nágrannar okkar. — Þekktir þú Ólaf Friðriksson, áður en hann fór til útlanda? — Nei, eiginlega ekki fyrr en 1919. — En Stefán Jóhann Stefánsson? — Já, Stefán þekkti ég, eftir að ég kom suður. — Hvenær hófstu prentnám? — Ég var fermdur um hvítasunnu, þá ekki fullra fjórtán ára gamall, og strax á eftir réðst ég í prentnám hjá Oddi Björnssyni til fimm ára. Að þeim liðnum vann ég eitt ár hjá Oddi. — Manstu eftir deilunum um „Uppkastið“? — Ég man vel eftir því, skal ég segja þér. Oddur Björnsson prentaði Norðurland, sem Sigurður Hjörleifsson Kvaran gaf út, en hann hafði tekið við því af Einari bróður sínum, og líka Norðurljós Jóns Stefánssonar. Sig- urður Hjörleifsson skrifaði á móti frumvarpinu í Norðurlandi, aðallega á móti Stefáni Stefánssyni skólameistara, sem hafði verið einn nefndarmanna. Bjarni frá Vogi kom norður og hélt stjórnmálafund á Akureyri. Ég hlustaði á hann. Hann var röskur og skemmtilegur ræðumaður, karlinn. Ég man líka eftir ræðu, sem Gísli Sveinsson hélt, þá ungur maður, trúlofaður dóttur 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.