Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 58
Tímarit Máls og menningar
— Stundaöi faðir þinn líka búskap?
— Faðir minn hafði líka skepnur. meðan hann var á Akureyri. Og var
hann þar manna fyrstur til að rækta tún.
— Lét hann verkalýðsmál til sín taka?
— Faðir minn var einn af forystumönnum í verkalýðsfélaginu á Akureyri.
Hann var gjaldkeri þess í fjöldamörg ár. Ég kynntist þess vegna starfi verka-
lýðsfélagsins og litlu síðar, þegar ég hóf prentnám, þeim mönnum, sem voru
fyrir því. Verkalýðsfélagið vann að því að hækka kaup og bæta kjör verka-
manna yfirleitt. Það stofnaði snemma sjúkrasjóð og átti nokkuð gildan
sjúkrasjóð, þegar almenna sjúkrasamlagið var stofnað. Farið var fram á, að
sjúkrasjóður þess rynni inn í sjúkrasamlagið, en á það féllust verkamenn
ekki. Það var fyrir tilstilli Jóhanns bróður míns. Hann lagðist gegn því.
— Manstu, hvenær verkalýðsfélagið á Akureyri var stofnað?
— Ég man það ekki fyrir víst. Ég held, að það hafi verið stofnað 1906.
Það hafði verið verkalýðsfélag þar áður, sem stofnað var fyrir aldamót. Ef
ég man rétt, stóð það að fyrsta verkfallinu, sem gert var á Akureyri. Þá var
deilt um vinnulaun við lagningu hrautar frá Oddeyri til Akureyrar. Ekki
man ég hvenær það var. Einar Olgeirsson á það áreiðanlega á blöðum.
— Þekktir þú Einar Olgeirsson sem dreng?
— Já, já, strax sem strák og fólk hans allt. Fólk hans var nágrannar okkar.
— Þekktir þú Ólaf Friðriksson, áður en hann fór til útlanda?
— Nei, eiginlega ekki fyrr en 1919.
— En Stefán Jóhann Stefánsson?
— Já, Stefán þekkti ég, eftir að ég kom suður.
— Hvenær hófstu prentnám?
— Ég var fermdur um hvítasunnu, þá ekki fullra fjórtán ára gamall, og
strax á eftir réðst ég í prentnám hjá Oddi Björnssyni til fimm ára. Að þeim
liðnum vann ég eitt ár hjá Oddi.
— Manstu eftir deilunum um „Uppkastið“?
— Ég man vel eftir því, skal ég segja þér. Oddur Björnsson prentaði
Norðurland, sem Sigurður Hjörleifsson Kvaran gaf út, en hann hafði tekið
við því af Einari bróður sínum, og líka Norðurljós Jóns Stefánssonar. Sig-
urður Hjörleifsson skrifaði á móti frumvarpinu í Norðurlandi, aðallega á
móti Stefáni Stefánssyni skólameistara, sem hafði verið einn nefndarmanna.
Bjarni frá Vogi kom norður og hélt stjórnmálafund á Akureyri. Ég hlustaði
á hann. Hann var röskur og skemmtilegur ræðumaður, karlinn. Ég man líka
eftir ræðu, sem Gísli Sveinsson hélt, þá ungur maður, trúlofaður dóttur
184