Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 74
Tímarit Máls og menningar engu síður en fólksins, en þeir gátu með lærdómi sínum og snilli fært svo djúpstæð og sannfærandi rök fyrir tilbeiðslu þessara mynda að enn í dag er freistandi að fallast á þau og lúta íkoni í sömu barnslegu lotningu sem kristn- ir forfeður gjörðu öld af öld og menn gjöra milljónum saman enn á þessum jólum. En víkjum síðar að rökum heilagrar kirkju og fornra kirkjuþinga íkónum til varnar. Seint í nóvembermánuði 1973 kom Rómarpáfi fram í helgistund Vatikan- sjónvarpsins. Erindi hans var að ræða um helgan dóm, sem kenndur er við borgina Tórinó á Ítalíu og kallaður hefur verið líkklœðið frá Tórinó. Helgir dómar tengdir ævi Jesú frá Nazaret eru kunnir allt frá fyrstu tímum kristninnar, þótt nú á síðari tímum liafi þetta líkklæði frá Tórinó eitt þótt koma til greina sem „ófalsað“. Liðin er sú tíð að menn leggi eyru við, þótt þeir heyri að einhver kirkja eigi flís úr krossi Krists, því svo margar eru þær flísar orðnar í aldanna rás, sem sagðar hafa verið úr því tré, að nægja myndu í meðalskóg á okkar vísu. En nokkuð öðru máli gegnir um líndúkinn frá Tórinó. Dúkur þessi er um 12 feta langur og her greinileg merki mannslíkama. Það er ekki einungis að glöggt sé mót höfuðs, bols og útlima, en á höfði, höndum, síðu og fótum eru dökkir blettir, sem geta verið af blóði. Svipur andlitsins er átakanlega sannfærandi og hryggilegur. Gegn sögðum uppruna klæðisins, að það hafi verið sveipað um líkama Jesú eftir krossfestinguna, mælir sú staðreynd, að engar sagnir fara af því fyrr en 1356 og frá árinu 1389 eru óljósar sagnir er greina frá því, að maður nokkur hafi játað að hafa málað það. En með raunverulegum uppruna mæla aftur á móti fjölmörg áhrifamikil rök, framborin af vísindamönnum í ýmsum greinum. A klæðinu er myndhverfa líksins, aðferð sem miðalda falsari hefði varla þekkt og not- fært sér. Það hefur einnig komið í ljós, að jjvílík mynd hefði getað komið fram á dúk sem vættur hefði verið í alóe og komizt hefði í snertingu við ný- látinn mann, ef svitinn á líkinu hefði innihaldið mikið magn af þvagefni, og slíkan svita gefur mannslíkaminn einmitt frá sér við ógnlegan sársauka. Enn- fremur er vefnaður á klæðinu af þeirri gerð sem algeng var í Austurlöndum á dögum Jesú (síldarbeinsvefnaður), en ekki þekktist á Vesturlöndum fyrr en eftir 14. öld. Loks er þess að geta, að dökku flekkirnir, sem taldir eru vera hlóð, svara nákvæmlega til raunverulegra sára á krossfestum manni, þar á meðal eru naglaför á úlnliðum en ekki í lófa - sagnfræðilegt atriði, sem menn voru ófróðir um þar til nú á okkar dögum. ítarlegar læknisfræðilegar rann- 200
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.