Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 80
Tímarit Máls og menningar aði og skurðgoðum þeirra Efesusbúa. - En er stundir liðu skipuðu myndir æ stærra rúm í helgisiðum og skreytingum kirkjuhúsanna. Ýmsir siðir frá for- kristilegri tíð, eins og knéfall, kertaljós, reykelsi, sem frumherjar trúarinnar hefðu án efa litið hornauga, voru teknir upp í helgisiði kirkjunnar, ásamt myndunum. Myndirnar hafa oft verið taldar arfur frá egypzkum grafar- eða múmíumyndum. Oneitanlega er margt í íkónamyndunum, sem minnir á hinar egypzku myndir frá fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Minning hinna látnu skyldi lifa í þessum myndum, er þeir væru gengnir af heimi hér, dánarmynd- irnar skyldu verða brú milli vina og veraldar lifenda og dauðra, þessa heims og annars. Hinir látnu voru málaðir í blóma lífsins, ungir og fagrir, geisl- andi af lífsorku, augun voru stór og opin, þannig skyldu eftirlifendurnir minnast hinna dánu, í myndunum skyldu þeir lifa og sigrast á gleymsku og dauða. Hinir elzlu kristnu íkónar og mósaík eða tíglamyndir Austurkirkj- unnar a. m. k. byggðu á þessari egypzku myndhefð. Dýrlingarnir sem þar eru uppteiknaðir horfast í augu við skoðandann eins og þeir vilji taka hann tali, eigi við hann brýnt erindi og alla sína kristnu bræður. Þótt 16 aldir skilji liina rússnesku íkóna og hinar egypzku grafarmyndir, þótt hinar fyrrnefndu séu málaðar norður í Novgorod en þær síðarnefndu í pálmalundum Nílar- dalsins, er svipmólið hið sama, óslitin eldforn sameiginleg hefð býr að baki beggja, að baki öllum þessum myndum býr sú sannfæring og vissa, að í listinni hafi maðurinn eignazt það vopn, sem lyfti honum yfir mannlegar takmarkanir, gleymsku og dauða. Raunar er margt sem skilur milli hinna egypzku grafarmynda og rússnesku íkónanna, enda væri annað óhugsandi, t. d. er andlitsfall íkónans annað. Allt sem benti til nautna og munúðar var máð burt, þannig var munnurinn ekki lostafullur heldur gerður sem minnstur, nefið þunnt og langt (eins og á myndum Modiglianis). Hið andlega eðli mannsins skyldi opinberað í íkónanum. Svipur augnanna var einnig orðinn annar. Þau geymdu ekki lengur söknuð og þrá þess manns, sem ófús skilst við þetta hverfula líf munaðar og unaðssemda, heldur skín úr þeim hátignar- leg ró hins upphafna dýrlings, sem heill hefur náð ströndu á landi ódauðleik- ans. Dýrlingarnir á íkónunum skyldu flytja þeim er eftir lifðu þennan boð- skap; boðskapinn um þann frið sem mannlegum skilningi er ofvaxinn, en öllum þó fyrirbúinn, er vilja feta í fótspor hinna heilögu. íkóninn skyldi verða skuggsjá hins komanda lífs, Ríkis Guðs, sem opinberast myndi í fyll- ing tímans. Ikóninn sýndi sigurvegarann, dýrlinginn sem opinberaði í ásjónu sinni þá staðreynd, að maðurinn er þess ekki ómegnugur að eignast hlutdeild í óforgengileikanum, hinu guðlega lífi. Þegar hinir trúuðu horfast í augu 206
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.