Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar manna og er andstæður venjum kirkju vorrar. Skyldu myndir sem þessar fyr- irfinnast í einni einustu kirkju í keisaradæmi voru, verður að varpa þeim út. Því trúvillingarnir sýna hina helgu Guðsmóður . . . sem ól Krist, með hert höfuð og skraut í hári. Þeir mála einnig aðrar helgar meyjar berhöfðaðar og helga menn samkvæmt siðum sinna eigin landa. Myndir sem þessar hafa aldrei verið notaðar í grískum eða rússneskum kirkjum og þær á ekki að leyfa lieldur nú. Því vér trúum því, að hin allra helgasta móðir Guðs liafi enn verið mey eftir fæðingu Krists. Kirkjan hvorki vill né getur viðurkennt slíkar myndir.“ Frægastur allra rússneskra íkónamálara sem myndir hafa geymzt eftir er Andrej Rúbleioff og mynd hans af heilagri þrenningu sem hann málaði um 1411 er talin taka flestu fram er þessi listgrein geymir. Um þá mynd fórust enskum listgagnrýnanda Robert Byron orð á þessa leið, er hann sá myndina skömmu eftir að hún hafði verið lireinsuð og skírð upp: „Þessi sýn var sem opinberun, ég hafði fyrir augum mesta snilldarverk sem nokkur slavneskur málari hefur samið, listsköpun sem ekki á sér nokkra fyrirmynd, hvergi í heimi listarinnar get ég fundið hliðstæðu við þetta verk. Ég sá að vísu ekki snilldarlegasta málverk sem ég hafði augum litið, en þetta var í stórfengleik sínum svo frábrugðið öllum öðrum og vék svo mjög frá viðurkenndum lista- verkum, að ég hefði ekki trúað að slíkt væri mögulegt.“ Og sannarlega er þetta meistaraverk rússneskrar íkónalistar. Ruhleioff til- einkaði íkón þennan minningu heilags Sergiusar frá Radonezh, stofnanda Klausturs heilagrar þrenningar og kennara hans sjálfs. Myndin er gjöf mesta listsnillings rússneskra miðalda til kirkju hans og höfuðdýrlings. Rómversk-kaþólska kirkjan og Austurkirkjan eða Orþodoxa kirkjan öðru nafni hafa stundum verið bornar þungum sökum af þeim mönnum er hafa skapferli íkónóklastanna, hinna púrítönsku myndbrjóta 8. og 9. aldar, fyrir að hafa hleypt inn í kirkjuna heiðnum siðum og hugmyndum. Ekki hafa þessar ásakanir alltaf verið sanngjarnar né á rökum reistar. Sá heiðindómur, ef nota má það hljómljóta orð, sem ekki varð útrýmt, hann var kristnaður og fékk um leið nýtt gildi, nýjan hljóm. Enski trúarbragðafræðingurinn Frazer segir t. d. frá því, að allt fram undir síðustu aldamót hafi það verið almennur siður víða í Úkraínu, að prestar veltu sér upp úr akurmold er hún hafði verið plægð á vorin til að auka frjómátt jarðar. Þarna var á ferðinni eldforn siður tengdur gamalli frjósemisdýrkun. En líf bænda í Suðaustur-Evrópu stóð föstum rótum í móður jörð. Þeim var jörðin enginn táradalur. Kristið fólk á þessum slóðum leit ekki þeim augum náttúruna, að hún „lægi í hinu illa“, 210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.