Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 99
Galdrar og nautsleggi. Þegar hljómlistin náði hámarki, tóku galdranornirnar að nálg- ast djöfulinn, kysstu hann undir stertinn ef hann var í geithafursgervi og á granirnar, ef hann var naut. Þegar svo hafði gengið góða stund, skipaði hann þeim til þeirra verka, sem þær girntust öðru framar, sem voru samfarir við djöfulinn. Eftir það hófst veizlan. Réttirnir voru margskonar, pylsur unnar úr óskírðum börnum voru eftirlæti þýzkra norna, steikt lík náinna skyldmenna brögðuðust spænskum bezt og Elsassbúar voru sólgnir í steiktar leðurblökur. Þótt réttirnir væru girnilegir þá kom þeim öllum saman um, að þeir væru vita bragðlausir. Notkun salts var bönnuð í átveizlunum, vegna þess að með salti mátti reka burt ill öfl og salt var notað við skírnina, til að vemda bamið gegn ágangi djöfulsins. Sögurnar af blótum nornanna á Blokkstindi voru alþekktar og fólk forð- aðist staðinn, en þó segir sagan, að prestur úr Rínarlöndum hafi einhvern- tímann á 16. eða 17. öld viljað kynna sér nánar sannleiksgildi þessara sögu- sagna. Klerkur hélt upp á fjallið og fann þar hreggbarin tré, klungur og kletta en engar galdranornir, né merki um blótin. Sami klerkur átti að hafa reynt að ferðast til Blokksfjalls með öldruðu sóknarbarni sínu, einsetukonu. Klerkur hélt til kofa kerlingar og fylgdist með því, hvernig hún smurði sig nornamauki. Síðan lagðist hún upp í fleti sitt. Eftir skamma stund tók hún að reka upp skræki og stundi þess á milli um leið og hún iðaði og sló út skönkunum. Þvínæst gerðist það, að hún kastaði sér út af fletinu og tók að æða um kofann, ávarpaði prestinn og kvað hann skyldu koma nreð sér á Blokkstind og lagðist stynjandi aftur upp í fletið. Þegar óráðið rann af henni fór hún að segja klerki af ferðum sínum, en klerkur kvað hafa sagt henni, að hún hefði verið í kofanum alla nóttina. Klerkur þessi er líkast til ekki einn um það að hafa fest lítinn trúnað á sögurnar um gandreiðir nornanna á þeirri tíð, en sefj unin var þvílík, að þeir voru fáir, sem létu ekki ginnast. Miklar sögur gengu um félagsskap nornanna, og fræðimenn töldu sig hafa góðar heimildir fyrir skipulagi félagsdeildanna. 1 hverri deild voru tólf norn- ir og stórmeistari þeirra, sem var ýmist Satan eða einhver fulltrúi hans. Deildunum var skipt í stig og voru stigin þrettán. Stigatala hverrar nornar fór eftir kunnáttu í satanisma og eftir starfsárangri. Því meiri sem árangur þeirra var í illverkum því meir hækkuðu stigin, sem tryggðu þeim sess í hærri deildum. Svartar messur voru einn þátturinn í atferli nornanna. Nafnið bendir til andstæðunnar, kristinnar messu. Inntak kristinnar messu var dýrkun guðsins og neyzla altarissakramentisins, en í því var fólginn kraftur og kynngi. A 15 TMM 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.