Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 105
Peter Kemp
Vísindi og skáldskapur
Gaston Bachelard
Höíundur þessarar greinar, Peter Kemp, er kennari í heimspeki við Kaupmannahafnar-
háskóla. Hann stundaði nám í guðfraeði og heimspeki við danska háskóla, síðan í Þýska-
landi og Frakklandi. Með ritgerðum, þýðingum, blaðagreinum og útgáfum hefur hann
kynnt í Danmörku kenningar margra franskra heimspekinga, en auk þess samið á frönsku
doktorsritgerð sína um eðli mannlegrar þátttöku í heiminum (théorie de l’engagement).
Eftirfarandi grein er þýðing á einu af sex sunnudagserindum, sem hann flutti í danska
útvarpið um franska heimspekinga eftir 1940. Erindin birtust í bókinni Nye franske
filosojfer, 1940-1970. Stjernebögernes kulturbibliotek, J. Vintens Forlagsboghandel,
Kaupmannahöfn, 1971. Onnur rit eftir Peter Kemp eru:
Det ulylckelige begœr. Grundtanken i Jean-Paul Sartres filosofi, Gyldendal 1966. Berg-
son. Berlingske Filosofibibliotek, 1%8. Sprogets dimensioner. Berlingske Leksikon Biblio-
tek, 1972. Ungdomsoprörets filosofi. Vinten, 1972. Théorie de l’engagement I/II, Edi-
tions du Seuil, Paris/Vinten, 1973. Filosofiske portrœtter. Stjernebögemes kulturbiblio-
tek, Vinten, 1973. Engagementets teori, et resumé, Vinten, 1973. - Páll Skúlason.
Franski heimspekingurinn Gaston Bachelard lést árið 1962, 78 ára að aldri.
Meðal ákafra aðdáenda hans má finna vísindamenn, marxíska hugmynda-
fræðinga, bókmenntamenn og guðfræðinga, svo ekki sé minnst á þá, sem
vilja segja skilið við samfélagið og „koma ímyndunaraflinu til valda“, eins
og það er kallað. Því fer þó fjarri, að það sé eitt og hið sama, sem hinir
ýmsu aðdáendur hans hrífast af. Þess vegna er heimspeki hans enn rökrædd
og bækur um hann koma út hver á fætur annarri.
Og hvað er það þá, sem gerir þessa heimspeki svo heillandi? Ef við spyrj-
um hver aðalhugsun heimspekingsins sé, eða hvað hann „í raun og veru“
eigi við, getum við ekki verið viss um að finna svar. Hann hélt fram ekki ein-
ungis einni heimspekikenningu, heldur að minnsta kosti tveimur og jafnvel
fleirum. Annars vegar fjallaði hann um vísindin, en hins vegar um skáldskap
og dagdrauma. Það sem mesta furðu vekur er þó það, að á síðustu árum
sínum lmeigðist hann að því, er hann í fyrstu hafði gagnrýnt.
Þannig réðst hann, í fyrstu bókum sínum, harðlega á bæði skáldlegar og
frumstæðar hugmyndir. Þær voru að hans mati óvísindalegar, þar sem hin
231