Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 117
Tveir þœttir
fengið þetta í hendur sex ára. I stað þess fékk ég sína ögnina af hverju, og
af þeim var H. C. Andersen allra ununarsamlegastur.
Fegursta kvöld barnæsku minnar á bóklega vísu það var þegar kennarinn
minn fékk mér bók eftir Andra þennan. Hitt var annað mál að sú ánægja
blandaðist táli, svo sem oft vill verða.
Enn eru ótalin fjöllin í austri: Eiríksjökull, Ok, Fanntófell, Langjökull, og
jökull á öllum þeim, en aldrei vissi ég hvaða fjall það var sem blasti við fyr-
ir botni Reykjadals hins syðri, en það var þá fjallið Skjaldbreiður, sem get-
ið er um í kvæði. Mér var aldrei sagt þetta og er mikil fyrirmunun að alast
upp með svo fátöluðu fólki. Af jöklum var þar að vísu einn enn að sjá, og
skaut sá tindum sínum tveimur upp undan bungu jarðarinnar, og sást aðeins
á blá-tindana. Samt gerðu þeir mikið gagn, því þeir spáðu þurrki þegar
þurrks var von.
Nær lágu hagar Þingnesbóndans, en sá bóndi hét Amma mín. Nú eru þeir
algrænir svo þeir bafa varla fyrr grænni verið, en það snertir þá varla nokk-
ur kind. Aðkomumenn vaða grasið í bné eða jafnvel í klof, og undrast að
enginn skuli hirða þessi auðævi, meðan útnesjamenn sarga sama sem engin
grös af melum og urð, og á næsta bæ er ljótt að sjá, því þar híma hross í
girðingu og hafa bitið allt, líka moldina, en finna ibninn af ósnertu grasi
í sælustaðnum mikla. - Og fjóshaugar raða sér um grundina, verða gamlir,
já tuttugu ára, og eru haldnir batna með aldrinum, og það kunna húsin
líka að gera, nema þau taki upp á þeim skolla að hlýðnast lögmáli aðdráttar-
aflsins og falla á jörð.
Ekki mun löndum mínum annað frásagnarefni kærara en undur og furð-
ur og af þessu er nóg hérna, en flest mun það glatað. En ekki er það ný
bóla að furður séu þarna á ferð:
Eisandi fer eg unda
undursamlega funda,
líð eg um hól og hæðir
hart sem fugl hinn svarti.
Kem eg í dal þar er dyljumst
dánarakurs til vánar.
Harmþrungin fór eg hingað
heljar ask að velja.
Heljar ask fer eg að velja.
Það mun hafa verið að Reykholti, sem hún stefndi, sú furða, og er nú að
segja frá þeim bæ. (Heimildina að því, né að vísunni, hef ég ekki við hönd-
ina.) Nú eru þar risnir allmargir bústaðir, en fæstir þeirra vekja manni þá
243