Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 121
Nokkrar athugasemdir um siðjræSi og hamingju Er þetta í samræmi við heiðnar norrænar hugmyndir um gæfu og ógæfu? Enginn veit - og ólíklegt, að við fáum nokkurn tíma að vita, Hinsvegar er erfitt að sjá, að það hafi nokkurt samband við kristna siðfræði miðaldaspek- inga. Það væri þá, að örlög Gísla beri að skoða sem (neikvætt) dæmi um náðarútvalningu (predestination), guðfræðilegt hugtak, sem við þekkjum t. d. frá Agústínusi. En ég leyfi mér að efast um það. Það er líklega helzt Grettir, sem hægt væri að nefna sem dæmi um að ó- hamingja sé samfara skapbrestum manns, eða kannski reyndar aðeins annað nafn á þeim. En þessi skilningur á örlögum hans er vissulega ekki einhlítur. Það er fyrst talað um ógæfu Grettis í sambandi við viðureign hans við Glám. Af því það var „meiri ófagnaðarkraptr með Glámi en flestum pðrum aptr- gpngumQnnum“, þá mælir hann m. a. þessum orðum við andstæðing sinn: „Þú hefir frægr orðit hér til af verkum þínum, en heðan af munu falla til þín sekðir ok vígaferli, en flest q11 verk þín snúask þér til ógœfu ok hamingjuleys- is“ (121). Hér er þá um beina formælingu að ræða, og hún er sannarlega ekki talin áhrifalaus, enda verða viðskiftin við Glám að nokkurs konar tíma- mótum í ævi Grettis. Þetta er því eftirtektarverðara, sem glíma hans við aft- urgöngumanninn hlýtur að vera talin landhreinsun, þarft verk og gott. Samt verður honum sú viðureign að ógæfu. Svipaður atburður kemur fyrir nær lokum ævi hans. Kerling ein, sem er með fóstra sínum Þorbirni öngli á báti undir Drangey, segir við Gretti: „Nú mæli ek þat um við þik, Grettir, at þú sér heillum horfinn, allri giptu ok gœfu ok allri vprn ok vizku, æ því meir, sem þú lifir lengr.“ Grettir nefnir sjálfur þessa kerling „g0rningavætti“ og segist vita, „at af henni ok hennar fj9I- kynngi“ muni honum leiða nokkuð illt. (247-4S) Kerlingin kveður einnig „galdra“ og hefur yfir „mgrg rijmm ummæli“ til að magna rótartré, svo að það verði Gretti að meini. En hrakspá hennar og galdrar verða að áhríns- orðum, sem leiða hann innan skamms til bana. I báðum þessum tilfellum, á örlagastundum í lífi Grettis, er þá „ógæfa“ hans að því er bezt verður séð talin verk yfirnáttúrlegra krafta, afleiðing for- mælinga og fjölkynngi. Um siðferðilegan dóm höfundarins um Gretti, vegna skapbresta hans og gæfuleysis, er ekki að ræða. Enda er Gretti talið það helzt til ágætis, „at hans var hefnt út í Miklagarði, sem einskis annars íslenzks manns“ (290). Þetta er einkennilega kristin siðfræði, svo að gætilega sé til orða tekið. En þó að ógæfa Grettis væri talin bein afleiðing af skapbrestum hans - sem hún virðist ekki vera, með hliðsjón af dæmunum hér að framan - þá er erf- 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.