Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 126
Jirí Pelíkán Skammdegið í Tékkóslóvakíu 1974 (Tékkneski kommúnistinn Jirí Pelikán, áður sjónvarpsstjóri í Prag, nú útlagi í Róm, lýsir þjóðfélagsskoðunum sínum, vorinu í Prag 1968, orsökum innrásarinn- ar og haustmyrkrinu sem lagðist að í kjöl- far sovésku hersveitanna). Ég vil snúast öndverður við kreddu- bundinni afstöðu í öllum myndum hennar. Kreddumeistarinn ieitast við að skýra öll fyrirbrigði með tilstyrk textarannsóknar á Marx, Engeis eða Lenín án þess að veita veruleikanum í kring um sig athygli. Og ckki tekur betra við þegar kreddumeistar- inn snýr sér að framkvæmdinni á hinum sósíalísku kenningum: einokunarhlutverk Flokksins verður trúaratriði, - óhugsandi að önnur fjöldasamtök en Flokkurinn eigi sér einhvers konar sjálfræði, - að taka eitthvað undir almanna yfirráð skal æfin- lega vera það sama og þjóðnýting, ríkis- eign, - lýðræðisleg réttindi verða ekkert vandamál eða úrlausnarefni meður því að „verkalýðsstéttin hefur völdin fyrir tilstilli Flokksins og allir eru frjálsir"! En veruleikinn er allur annar. Það sem átti að vera alræði öreiganna er orðið al- ræði flokksvaldsins. Það þýðir að lítill minnihluti hefur forráð fyrir meirihluta verkalýðsstéttarinnar. I löndum Austur- Evrópu fara kommúnistaflokkarnir með einokunarvald og þar ríkir ekkert sósíal- ískt lýðræði. Og svo eru Sovétríkin mið- stöð allra ákvarðana fyrir kreddumeistar- ann. Hún er sem heilög kirkja sem ein getur ákveðið hvaða sósíalismi er sá eini sanni og rétti. „Sósíalismi með mannlegu yfirbragði“ er í raun og veru tvíritun eða endurtekn- ing þess satna. Annað hvort er sósíalism- inn mannúðarstefna (húmanismi) og þar með lýðræðislegur eða liann er enginn. Því hvað er sósíalismi? Hvort tveggja í senn, kenning og framkvæmd. Kenningin er í sjálfu sér mjög einföld og aðlaðandi og hana alhyllumst við af djúpri sannfær- ingu. Hún gerir ráð fyrir því og greiðir fvrir því að byggt sé upp réttlátara og frjálsara þjóðfélag en auðvaldsskipulagið er. En framkvæmdin varð önnur. Þar kom til sögu einhvers konar ríkisskipulag sem Lenín taldi vera til bráðabirgða en þó óhjákvæmilegt um skeið. Þessu saman- njörvaða skipulagi er hins vegar haldið enn þann dag í dag og það hefur stein- runnið. Það má alls ekki villast á því og sósíalismanum. Byltingin ruddi þeirri þjóðfélagsstétt úr vegi sem arðrændi meirihluta þegnanna en svo gerist ríkið sjálft kúgari - og til hvers? Til þess að halda byltingunni á- fram! Slík fullyrðing stendur í mótsögn við sjálfa sig og þar með er hún firra. Það var þessi mótsögn milli kenningar og framkvæmdar, hugsjónar og veruleika, sem varð undirrótin að „vorinu í Prag“. Til þess að koma sósíalismanum á réttan kjöl, vildum við setja þolanlegt samræmi í stað hrópandi mótsagnar. 252
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.