Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar
rentu og aðrar tegundir fasteigna, þegar
kemur fram á síðari hluta 18. og einkum
fyrri hluta 19. aldar. Höf. nefnir sauða-
söluna um 1890 sem eina ástæðuna fyrir
kaupum leiguliða á ábýlisjörðum sínum,
einnig mætti geta hákarlsútgerðar í Höfða-
hverfi og á Látraströnd, en afrakstur þess
útvegs var gríðarlegur og færði bændum á
þessum slóðum meira reiðufé en áður hafði
þekkzt. Höf. getur og áhrifa kaupfélags-
hreyfingarinnar og bættra verzlunarkjara,
en var ekki ísinn brotinn í þeim efnum
með stofnun Gránufélagsins og forsendu
þess, „styrk af afli auðs, hákarls"?
Höf. nefnir að þingeyskar félagsmála-
hreyfingar hafi haft einhver óbein áhrif á
jarðeignapólitíkina, sem er rétt, og koma
þar til áhrif ungmennafélaganna og sam-
vinnuhreyfing og frumstefna Framsóknar-
flokksins, enda gætti þeirra áhrifa vítt út
um sveitir landsins, þótt áhrifin væru hvað
mest í heimabyggð þeirra manna, sem
vöktu þær hreyfingar. Þótt ritið sé ein-
skorðað við Suður-Þingeyjarsýslu, þá verð-
ur svipuð þróun víða um land í breyting-
um á ábúð og eignarhaldi jarða á sania
tímabili. Rit Björns hefur því einnig al-
mennt gildi fyrir landið allt.
Frá 1930 til dato hafa orðið miklar
breytingar á byggð í landinu, markaðsbú-
skapur hefur aukizt og tekið er að örla á
sérhæfingu í landbúnaði, og nú má sjá
fyrir enn örari framvindu í þeim efnum.
Meðan þessar kerfisbreytingar eru að
gerast í landbúnaði, þá verður að tryggja
að landið verði nýtt til matvælaframleiðslu
og byggðar þeirra, sem þar að vinna.
Jarðabraskið hefur hafizt á síðustu ára-
tugum og nú virðist hætta á því að önnur
sjónarmið en nýting og byggð landsins
ráði eignarhaldi jarða. Það er orðið of
mikið um það, að óheppilegir aðilar nái
tangarhaldi á jörðum bænda og komi í veg
fyrir verðuga nýtingu landsins og búsetu.
Er hér átt við fjáðan lágmenningarlýð
þéttbýlisins, sem er slitinn úr öllum tengsl-
um við land, þjóð og sögu og á því engan
rétt til lands, nema til þeirra fáu álna, sem
öllum eru ætlaðar að lokum. Það er ömur-
leg framtíðarsýn ef braskaralýður, þjóð-
villingar af tagi VLinga og fyrirbrigðin úr
samtökum, sem nefna sig frjáls menning,
nær tangarhaldi á jarðeignum og kámi
þar með næsta umhverfi sitt, með einni
saman dvöl sinni út um breiðar byggðir
landsins.
Rit Björns Teitssonar er að allri gerð
góð fyrirmynd að frekari rannsóknum af-
markaðra sviða Islandssögunnar, vandað
og vel unnið.
Siglaugur Brynleijsson.
BRYNJÓLFUR BISKUP
Isafoldarprentsmiðja hefur undanfarin ár
staðið að útgáfu bókaflokks, sem nefnist
„Menn í öndvegi", safn ævisagna valda-
manna hérlendra. Komnar eru út bækur
um Gissur jarl, Skúla fógeta, Jón Loftsson,
Jón biskup Arason og ævisaga Brynjólfs
biskups Sveinssonar. Sú síðast talda er sett
saman af Þórhalli Guttormssyni.1
Brynjólfur biskup Sveinsson er sú per-
sóna íslandssögunnar, sem landsmenn hafa
aldrei þreyzt á að tala og skrifa um, eink-
um vegna einkamála hans. Höfundur þess-
arar skýrslu um lífshlaup biskups byrjar
á því að lýsa sögusviðinu, 17. öldinni og
forsendum þess á 16. öld. 17. öldin verður
ekki sérlega gleðilegt tímabil í meðförum
höfundar, íllt árferði, verzlunareinokun,
umburðarleysi í trúmálum, miskunnarlaust
réttarfar, rétttrúnaður, og eins og höf. seg-
ir „síðast en ekki sízt, djöfla og galdra-
1 Brynjóljur biskup Sveinsson. ísafoldar-
prentsmiðja 1973. 114 bls.
260