Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 133

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 133
uð en hvíslaði svo. Þetta eru augun pabbi. Sérðu ekki að þetta eru augun í fuglunum sem ég smyglaði inn handa þér. (19) Platspeglar Speglarnir sem Sigfus kennir bókina við og koma töluvert oft fyrir hjá honum bjóða ekki sannleikann eða hinn eina rétta svip. Speglarnir sem endurvarpa hugsunum og gerðum mannsins í bæn- um eða heiminum eru miklu fremur platspeglar því þeir ná ekki sambandi sökum upprunaleysis og ónáttúru þeirra sem horfa. I Speglabúðinni hefur spegilmyndin tekið við af þeirri upp- runalegu og flestum er löngu orðið sama eða þá að þeir greina ekki á milli. í ljóðinu Speglabúð í bænum 1 sést hvern- ig speglarnir hafa leikið manninn og þar eru líka auðþekkjanleg höfundarein- kenni eins og reynsluspeki og einhvers konar fullnægingardoði. (...) Gömul reynsla að endurfarin leið sé ótrúlega stutt og að glerþokan minni á dymar heima, að laust sé við uppdrátt- arsýki meðal táknanna, að hljóðin að innan berist háttbundið, jú að allt sé undir kontról sem sagt, að línurnar séu allar að koma til undan glerskeranum. Óviðjafnanlegt fannst honum, hroll- köldum, hugföngnum og heimfúsum. (57) Spegilmyndir úr fyrri verkum Sigfúsar eru oftast úr máðum eða upplituðum speglum sem stundum eru í gylltum römmum vegna upphafinnar menning- arásýndar heimsins sem mælanda býð- ur þá mjög við. Slík ádeila er ekki eins áberandi í Speglabúðinni þó óþolið og vanmátturinn sem fylgir því að týna hinum rétta svip komi ffam í áfram- haldandi vangaveltum um manninn og aðstæður hans. í öðrum og þriðja hluta eru styttri ljóð þar sem elli- eða reynsluspekin eru látnar leggja mat á hlutina. Brugðið er upp aðstæðum fólks og þeirri lífsspeki sem það eru búið að koma sér upp „... því slíkir menn / muna svo vel hvað þeir hafa af sér gefið / en vita hinsvegar ekki hvort og þá / hvað af því var nokk- urntíma / þegið af nokkrum.“ (30). Dregnar eru upp mannlífsmyndir og oftast er eitthvert eitt atriði skoðað sem gerir manneskjuna að því sem hún er. Einnig er safnað saman í ólseiga mann- skepnuna og þá fara hugsanirnar að þyngjast þegar þær vefjast utan um van- ann, eðlið og leiðindin enda mannleg „skilyrði í svörtu“ samkvæmt heiti loka- ljóðsins í þriðja hluta. Og manneðlið og múgurinn, vesöldin og grimmdin, skorturinn og fysnin, hræsnin og trúin, þrælsóttinn og gæðin öll með tölu, jú og hafandi hugsað allvel og lengi og nokkuð bara langt þá fann hann að vanda fyrir lamandi þreytunni og hinu þá líka hvað hann var orðinn lifandiskelfing eitthvað leiður á framtíðinni. (44) „Eyðan sat enn í aftursætinu“ í Speglabúðinni haldast þannig (of)- reynslan, gráglettnin og köld kersknin frá fyrri verkum og þegar búið er að snúa tungumálið og toga hæfilega næst ný tilfinning fyrir sama tómlætinu. „Ástarljóð fyrir vana“ í þriðja hlutanum minnir á eintalið við Zombíinn þar sem stöðugt var deilt á endurtekningar og uppfyllingarefni óbreytileikans í hinu mannlega eðli: Og ástin mín enn að merja það inn í marsbirtuna fínu jú og holdið pottþétt að leggja sig til að sækja að sínu að leggjast á náinn að sjúga safann sinn og fær ekki nóg þó hausinn sé rétt að fyllast svo að útaf flóir fjöldinn allur af pornógrafískum rottum af blúndu- skottum og TMM 1996:2 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.