Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 11
KVEÐSKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 9
segir Sigurður Nordal í inngangi Egilssögu 1933 (Íf. II, bls. vi). Og í
svipaðan streng tekur Jón Helgason í Höfuðlausnarhjali (1969) sem
brátt getur: „Það er bágt að sjá, ef Egill hefði ekki sjálfur kveðið þessi
kvæði, hvað hefði komið öðrum til að yrkja þau og leggja Agli í munn.
Og ef svo væri, þannig að síðari menn hefðu reynt að setja sig í spor
Egils og gera sér upp sorg hans að sonum hans látnum eða í annan stað
vinarhug hans til Arinbjarnar, er hætt við að efnið hefði orðið smátt og
orðaval sviplítið hjá því sem er“ (bls. 157).
(c) Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er á átta stöðum vitnað í
kveðskap Egils undir nafni hans: „Svá kvað Egill Skallagrímsson“,
„svá (sem) kvað Egill“, „sem Egill kvað“ o.s.frv. Fjögur dæmanna eru
úr Höfuðlausn, eitt úr Sonatorreki (lengsta tilvitnunin, hálf önnur vísa),
eitt úr Arinbjarnarkviðu og tvö dæmi sitt úr hvorri lausavísunni. Allur
þessi kveðskapur er einnig varðveittur í handritum Egilssögu, sumt
með lesbrigðum við Eddu. Allar líkur eru til að tilvísanirnar til Egils-
kvæða séu upprunalegar í Snorra-Eddu, eins og ég mun nánar rök-
styðja hér á eftir, og virðast þær staðfesta það að Snorri hafi talið kveð-
skap þennan fornan og með réttu eignaðan Agli.
3
Einna fyrstur til að efast um rétta feðrun Egilskvæða var Finnur Jónsson sem
lengi var dósent og síðan prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn (d. 1934).
Í doktorsritgerð sinni 1884, sem einmitt fjallaði mjög um kveðskap Egils
(Kritiske studier over en del af de ældste norske og islandske skjaldekvad),
lætur Finnur í ljós þá skoðun að talsverður hluti þeirra lausavísna sem Agli eru
kenndar í sögunni muni ekki vera eignaðar honum með réttu. En kvæðunum
öllum fékk Egill að halda í friði fyrir Finni og einnig drjúgum hluta vísnanna.
Og í síðari ritum sínum skilaði Finnur Agli aftur sumum vísnanna, en þó ekki
öllum, og sumar afgreiddi hann með spurningarmerki (sjá m.a. „Sagaernes
lausavísur“, Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1912). Finnur
hafði ekki, frekar en títt er um fræðimenn, sterka tilhneigingu til að skipta um
skoðanir; því má ætla að það hafi kostað hann talsverða fórn að afneita dokt-
orsritgerð sinni, þótt aðeins væri að nokkrum hluta.
Finnur sýslaði meira við fornan norrænan kveðskap heldur en nokkur sam-
tímamaður hans, og má þar sérstaklega nefna hina miklu heildarútgáfu drótt-
kvæða, Den norsk-islandske skjaldedigtning (1912–15), þar sem er bæði texta-