Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 21
KVE‹SKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 19
9
Nú hef ég rakið nokkurar glefsur úr röksemdum og kenningum hörgabrjóta
sem smám saman hafa sargað kveðskapinn af Agli gamla. Rekja má þróun stig
af stigi, hvernig menn færa sig upp á skaftið, allt frá Finni Jónssyni árið 1885
til Torfa Tuliniusar árið 2004.
Finnur sviptir Egil eindregið fjórum vísum, og bætir fimm til viðbótar í
úrkastið með hálfum huga. Ástæður hans eru einkum tvenns konar: Að vís-
urnar geti ekki verið ortar við þær aðstæður sem sagan segir, og að orðmyndir
eða bragreglur séu of unglegar. Niðurstaða Baldurs Hafstaðs og Torfa Tulin-
iusar er hreinni og klárari, þeir skera einfaldlega allt niður við trog í einu lagi.
En flestir munu vilja fara bil beggja eins og Finnur og Jón Helgason: taka
sumt af skáldinu, en lofa því að halda öðru. Vandinn er bara sá að fáir eða
engir eru á einu máli um það hvar mörkin skuli draga: hvað er „ægte“ og hvað
er „uægte“ eins og Finnur orðaði það. Í formála Egilssögu 1933 (bls. vi o.áfr.)
sýnir Sigurður Nordal hversu ólíkar skoðanir þrír eldri fræðimenn höfðu á
þessu efni: annars vegar Finnur Jónsson (á mismunandi tímum), hins vegar
Per Wieselgren og Eduard Sievers. „Alveg sammála eru þeir ... aðeins um tvær
vísur (4. og 5.). Sýnir þetta átakanlega, hversu hæpnar röksemdir hér er um að
ræða,“ segir Sigurður (bls. ix).
Sjálfur er ég einn af þeim sem vilja leyfa Agli að halda sem allra mestu af
því sem sagan eignar honum. Og ég þykist ekki gera þetta af tómri óskhyggju
og umhyggjusemi fyrir gamla manninum, ég hef ýmsar röksemdir til að brúka
á hörgabrjótana. Þeirra röksemdir eru fyrst og fremst bókmenntalegar, en einn-
ig að nokkru sagnfræðilegar og menningarlegar. Mínar röksemdir eru hins
vegar fyrst og fremst málfræðilegar og bragfræðilegar, en einnig að nokkru
sagnfræðilegar – ég vel bara annað úr sagnfræðinni heldur en þeir, ég vel það
sem styður mín sjónarmið.
1. Málfræði og bragfræði
Yfirleitt hirða hörgabrjótar lítt um málfræðilegar eða bragfræðilegar röksemdir
fyrir háum aldri fornkvæða, en ef þeir neyðast til að taka afstöðu þá fara þeir
undan í flæmingi: Þetta er ekkert að marka, vísan er afbökuð, segja þeir – og
það á sannarlega við um margar vísur Íslendingasagna. Eða þá: Skáldið stælir
eldri bragreglur. Skáldið leyfir sér ónákvæmt rím eins og öll skáld gera stöku
sinnum, o.s.frv. En ég segi á móti: Ef dæmin eru nógu mörg sem hníga í sömu
átt þá getur ekki verið um tilviljun að ræða, þá er okkur skylt að taka mark á