Gripla - 20.12.2006, Page 19
KVE‹SKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 17
Jóns Helgasonar í Höfuðlausnarhjali er þannig framið með ofurlitlu hiki
miðað við fyrri ummæli hans.
8
Bjarni Einarsson hefur mjög fjallað um uppruna Íslendingasagna, meðal
annars um kveðskap sem þar er varðveittur. Hann leggur áherslu á það að líta
beri á kveðskapinn og lausa málið sem eina heild; að þegar menn þykist sjá
ósamræmi milli vísna og sögu sé það oft sprottið af því að vísurnar flytji efni
til viðbótar lausa málinu. Athuganir hans í ritinu Skáldasögur (1961) leiddu til
þeirrar niðurstöðu að vísur þeirra sagna sem þar er um fjallað mundu ortar um
sömu mundir sem sögurnar voru færðar í letur. Hann hikaði í fyrstu við að
fella Egilssögu undir þessa reglu, líklega af því að hann taldi að hún væri rituð
af Snorra Sturlusyni sem vera mundi ólíklegur til að yrkja vísur og kvæði í
orðastað fornaldarskálda, svo dyggilega sem hann notar slíkan kveðskap sem
heimildir um ævaforna tíma í ritum sínum. En í riti sínu um Egilssögu, Litter-
ære forudsætninger for Egils saga (1975), kemst Bjarni að þeirri niðurstöðu
að Höfuðlausnar-þátturinn í Eglu sé ritaður undir mjög miklum áhrifum frá
Hallfreðarsögu, og hlaut sú niðurstaða að benda til þess að um væri að ræða
hreinan skáldskap Egluhöfundar. Þá gat kvæðið auðvitað ekki verið fornt og
rétt feðrað.
Skáldasögur fengu ekki góðar viðtökur hjá sumum eldri fræðimönnum. Ég
nefndi áður ritgerð Einars Ól. Sveinssonar, „Kormakur skáld og vísur hans“,
sem beinlínis er rituð gegn kenningum Bjarna í Skáldasögum. En á mál-
þingum kom fram að ýmsir yngri fræðimenn litu kenningar Bjarna hýru auga,
og hefur það vafalaust aukið djörfung hans og gefið honum byr undir vængi.
Í ritgerð sem nefnist „Skáldið í Reykjaholti“ og birtist í Eyvindarbók 1992
rekur hann dæmi um ágætan skáldskap Snorra og fjallar síðan um harm hans
eftir son sinn Jón murta. „Þegar alls er gætt eru traustari heimildir um hörmu-
legan sonarmissi Snorra en Egils,“ segir Bjarni. „Snorri hefði haft ríka ástæðu
til að yrkja erfikvæði eftir son sinn. Þyki ástæða til að vefengja að Egill hafi
kveðið Sonatorrek, þá væri enginn maður líklegri til að hafa „sett sig í spor
Egils“ en Snorri Sturluson, svo framarlega sem hann hefir verið höfundur
Egils sögu“ (bls. 40).
Svo má kalla að aðför hörgabrjóta að Agli og kveðskap hans hafi full-
komnast með doktorsriti Baldurs Hafstaðs, Die Egilssaga und ihr Verhältnis
zu anderen Werken des nordischen Mittelalters (1995). Baldur fjallar um