Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 164
GRIPLA162
hana óháðir hvor öðrum. Segja má að þar sé gengið eins langt og unnt er til að
láta orð formálans ríma við margumrædda tvískiptingu sögunnar. Sagan er hér
„eigi langt fram komin“, en Grýlu lýkur samkvæmt þessu síðsumars 1178,
rúmu ári eftir að Sverrir hóf baráttu sína til valda.
Ein meginröksemdin er sú að frásögnin er fram undir þetta „hnitmiðuð við
Sverri einan og sjónarmið hans“ (Lárus H. Blöndal 1982:85). Rétt er að í
síðari hluta sögunnar fer iðulega tvennum sögum fram og sýnt á víxl inn í
herbúðir Sverris og andstæðinga hans. Fyrsta dæmi þess er reyndar ekki í 32.
kapítula, heldur þeim 28., þar sem segir frá misheppnaðri árás Birkibeina á
Niðarós, gegn ráðum Sverris. Sá kafli kemur einnig að öðru leyti illa heim við
þessa afmörkun Grýlu. Þar sem segir frá undankomu Sverris er framganga
hans ekki sérlega konungleg, og því heldur ólíklegt að hann hafi sjálfur „ráðit
fyrir hvat rita skyldi“:
Ok er hann kom fram um siglu þá skauzk niðr þilja undir fótum hon-
um, ok fell hann í rúmit, en menn hljópu svá þykkt yfir hann at hann
mátti eigi upp standa, ok dvalði þat ferð hans mjƒk langa stund meðan
menn hljópu þykkast yfir hann. Sá maðr hljóp í síðara lagi er Helgi hét
ok var kallaðr byggvƒmb. Konungr leit við honum, ok kenndi Helgi
hann ok mælti: „Illa munum vér skiljask við várn konung.“ Hann fekk
í ƒxl konungi ok studdi hann upp ór rúminu, ok þá mælti konungr:
„Helgi, konunga þú nú eigi í meira lagi fyrst.“ Hljópu þá á land upp
báðir samt. Ok er þeir kómu upp í fjƒruna þá fóru at þeim menn þrír af
bœjarmƒnnum. Helgi hljóp í mót þeim ok barðisk við þá, en konungr
kleif upp í einn bakka brattan. En er hann var kominn mjƒk svá upp á
bakkann þá steig hann á kufl sinn, ok skruppu honum þá fœtrnir, hrap-
aði hann niðr aftr í fjƒruna. (Sverris saga 2007:46–47)
Enginn hefur viljað setja mörk Grýlu framan við þennan 28. kafla, enda væri
sú afmörkun vandræðaleg. Hún fæli það í sér að samfelld atburðalýsing væri
rofin og ennfremur að Sverrir lyki frásögn sinni án þess að greina frá mikil-
vægri orrustu og skýra mesta ósigur sem hann beið á ævi sinni.
Aðalröksemd Lárusar H. Blöndals fyrir því að Grýla hafi náð yfir 31
kapítula sögunnar er að frásagnir fram að því séu „í senn svo ýtarlegar og sam-
felldar, að eðlilegast <sé> að rekja þær til eins og sama heimildarmanns, og þá
til Sverris konungs“ (Lárus H. Blöndal 1982:83–84). Lárus undanskilur þó
ræðu Eysteins erkibiskups í 28. kapítula en ekki aðrar frásagnir þess kafla.
Röksemdir Ludvigs Holm-Olsen eru í fjórum liðum: 1) hvernig vitnað er