Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 61
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 59
Þriðja skýringin er frá Hofmann (1973). Hann tengir gjör, ger við lýsing-
arorðið ger, físl. gerr ‘gráðugur, átfrekur’ — eins og Björn Jónsson á Skarðsá
gerði, sbr. (16) — sem á sér samsvörun í fhþ. ger ‘gráðugur’ úr frg. *geraz en
við hlið lýsingarorðsins eru einnig heimildir um til dæmis físl. nafnorðið geri
kk. ‘úlfur, hundur, hrafn (í skáldskaparmáli)’ (þ.e. ‘hinn gráðugi’, sbr. nafnið
Geri á öðrum tveggja úlfa Óðins; frg. *geran-), nafnorðið fsæ. giri ‘græðgi,
fíkn’, fax. -giri, fhþ. giri ‘ágirnd’ (frg. *gerin), lýsingarorðin fsax. gerag ‘gráð-
ugur’, fhþ. gerag, girig ‘gráðugur, fús’ (frg. *geragaz, *gerigaz) og sögnina
fsax. geron ‘girnast’, fhþ. geron ‘girnast; gleðjast’ (frg. *geron), sbr. þ. be-
gehren, af frie. *1her-, sbr. skr. háryati ‘falla í geð, girnast’, gr. xa¤rv ‘gleðj-
ast’.13 Við hlið frg. lo. *geraz hefur jafnframt verið til lo. *gernaz, sömu eða
náskyldrar merkingar, eins og sjá má af varðveittum heimildum, gotn. -gaírns
‘ágjarn’, físl. lo. gjarn, atvo. gjarna, fe. georn, fsax., fhþ. gern ‘ágjarn, gráð-
ugur’, sbr. gotn. gaírnjan, físl. girnask (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:249
[gjarn]; Heidermanns 1993:242). Jafnframt þessu eru heimildir um kvenkyns-
nafnorðið mhþ., mlþ. ger, mholl. ger(e) ‘löngun, ágirnd’ (Schiller og Lübben
1875–81, 2:63, Lübben 1995 [1888]:117) sem Hofmann (1973:100) endur-
gerir sem frg. *gero en slík mynd hefði gefið físl. gjr (með u-klofningu) en
ekki gør.
Hofmann (1973) gerir þá ráð fyrir því að gjr merki ‘tálbeita’, upp-
runalega kvenkynsorð með safnheitismerkingu er síðar hafi orðið hvorugkyns-
orð. Að vísu eru mhþ., mlþ. ger, mholl. ger(e) ekki tryggur vitnisburður um
tilvist kvk. o-stofna nafnorðs í frumgermönsku; í miðháþýsku, að minnsta
kosti, hafa mjög mörg upprunaleg in-stofna nafnorð fengið o-stofna beygingu
og því gæti hér verið in-stofna orð að baki, sbr. fhþ. giri sem áður var getið
(Paul 1998:196 [§182]). Annar kostur, sem Hofmann (1973) ræðir ekki, er sá
að eintölumyndin gjar í færeysku sé upprunaleg (hk. a-stofn með a-klofningu
úr frn. *gera < frg. *gera), en ekki tilorðin við áhrifsbreytingu, og físl. gjr sé
upprunalega fleirtölumynd (nf./þf. ft. með u-klofningu úr frn. *geru < frg.
*gero) er fengið hefur safnheitismerkingu og verið endurtúlkuð sem eintölu-
mynd.
Hér að framan var ályktað á grundvelli elstu þekktu dæma um gjör, ger að
þar lægi til grundvallar merkingarsviðið ‘æti; (æti sem) agn, (tál)beita; ásókn
í æti, græðgi’; upprunaskýring Hofmanns (1973) fellur ágætlega að þeirri
niðurstöðu. Ef tekið er tillit til þekktra germanskra orða af sömu rót, þ.e.
13 Pokorny 1959, 1:440–41; Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:241 (4 ger; geri); Heidermanns
1993:241; Bjorvand og Lindeman 2000:297–98.