Gripla - 20.12.2006, Page 16
GRIPLA14
(1989) eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, en hann gefur fornmáls-myndirnar
gjr og gør án efasemda hlið við hlið (undir ger 2). Ásgeir hafnar skýringu
Ottos v. Friesen sem Dietrich Hofmann hafði áður dregið í efa.
Nú síðast er frá því að segja að Haraldur Bernharðsson hefur samið efnis-
mikla ritgjörð sem varðar þetta efni; ritgjörðin sú nefnist Göróttur er drykk-
urinn og er birt hér á eftir (bls. 37–73). Niðurstaða Haralds er sú að það sé
langlíklegast að lýsingarorðið sem um er fjallað hafi verið gjróttr á elsta stigi
íslensks máls. Lýsingarorðið hefur verið dregið af nafnorðinu gjr sem merkti
‘æti (sem agn)’. Nafnorðið hefur samkvæmt þessu verið gjr (en ekki gør) í
elstu íslensku. Að svo stöddu munum vér því hafa fyrir satt að rímið hrafna
gjr í Höfuðlausn hafi verið fullkomlega rétt á tímum Egils.
6
En Jón Helgason hefði ekki lagt til atlögu við Höfuðlausn ef hann hefði ekki
haft fleiri skeyti í mal sínum. Hann tínir til aðrar röksemdir fyrir ungum aldri,
og skal ég geta þeirrar sem mundi talin vera einna þungvægust:
Einn af niðjum Egils Skallagrímssonar var Einar Skúlason prestur, tveimur
öldum yngri, höfuðskáld Íslendinga á tólftu öld. Frægasta kvæði hans er
Geisli, sem hann orti um Ólaf helga og flutti við vígslu dómkirkjunnar í
Niðarósi 1253. Meðan skáldið kvað gerðist það undur að hið mikla guðshús
fylltist af sætum ilmi. Sama ár, 1153, fór Eysteinn konungur Haraldsson vestur
um ver að drýgja dáðir; og um þá för orti Einar skáld kvæði sem varðveitt er
í brotum í Morkinskinnu og Heimskringlu. Kvæðið er undir sama hætti sem
Höfuðlausn og í fátækt heimilda kennt við háttinn og kallað Runhenda. Náinn
skyldleiki er með Runhendu og Höfuðlausn. „Það hefur auðvitað verið talið
sjálfsagt að Einar Skúlason hafi stælt Höfuðlausn,“ segir Jón Helgason. „En
nú kviknar sú spurning hvort höfundur Höfuðlausnar hafi ekki fremur fetað í
fótspor Einars. Og má þá benda á tvennt: Annað er það að rímið hjr : gør
verður því ólíklegra sem framar dregur á 12tu öld. Hitt er það að Höfuðlausn
er sýnu dýrara kveðin en Runhenda Einars, en það mundi þykja líklegur gang-
ur að í stælingu sé stigið feti framar en í fyrirmynd. Það ber oft við í Höfuð-
lausn að sömu hendingu er haldið um hálfa vísu, eða þá að hending í einum
vísufjórðungi er skothend við þá sem þar var á undan (svo sem í upphafi: ver
: ber;| mar : far; || flot : brot;| hlut : skut). Hjá Einari eru engin þvílík dæmi í
vísunum úr Morkinskinnu og Heimskringlu. Aftur á móti er í Snorra-Eddu
vísuhelmingur eignaður Einari og gengur ein hending um hann allan: „Skark