Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 54
52
Merking orðsins gjr í Höfuðlausn gæti hæglega verið hin sama og ger
hefur í til að mynda fuglager í nútímamáli, þ.e. ‘fjöldi, grúi’; hrafna gjr væri
þá ‘hópur af hröfnum’. Þarna er þá komin merkingin sem gefin er hjá Cleasby
og Guðbrandi Vigfússyni (1874:223), ‘a flock of birds of prey’, sbr. (14b), og
þá skýringu gefur einnig Sigurður Nordal (1933:188 neðanmáls) í útgáfu
sinni. Merkingin ‘cibus, saturitas’ (‘fæða, magafylli’) sem Sveinbjörn Egilsson
(1860:247) gefur sem aðalmerkingu, sbr. (14a) og ‘føde, næring’ í (14d)
(Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson 1931:186), virðist að minnsta kosti
jafnlíkleg; hrafna gjr merkti þá ‘fæða fyrir hrafna’. Björn Jónsson á Skarðsá
(1574–1655) skýrir orðið gjör í þessu vísuorði með eftirfarandi hætti í Höfuð-
lausnarskýringum sínum á AM 552 r 4to (5r–5v); stafsetning er samræmd hér
(útg. Chesnutt 2006:174–75):
(16) Björn Jónsson á Skarðsá (1574–1655) á AM 552 r 4to (5r–5v)
Gjör köllum vær það þá mörg dýr eður fuglar sækja (með æði) að hræj-
um eður annarri átu. Sá maður er sagður gjör sem mikið etur; hefur nafn
af úlfi þeim Óðinn átti; hét Gjöri eður Ger. Annar hét Freki. Svo eru
kallaðir mathákar og atsókn skepnanna til atvinnunnar.
Einkar athyglisvert er að Björn skuli tengja nafnorðið gjör við lýsingarorðið
gjör ‘gráðugur, átfrekur’ (sbr. físl. lo. gerr í sömu merkingu) og úlfsheitið
Gjöri eða Ger (sbr. Geri) og verður ekki betur séð en nafnorðið gjör hafi þá
einnig haft merkinguna ‘ásókn í æti’ eða ef til vill ‘græðgi’. Eins og Svein-
björn Egilsson (1860:247) bendir á þýddi Jón Ólafsson Svefneyingur (1786: í
orðasafni, sbr. bls. 70) gjör, ger í þessu samhengi með ‘magna libido
(prædæ)’ (‘mikil ágirnd (í bráð, æti)’). Þrenns konar merking orðsins gjör í
Höfuðlausn virðist því koma til álita: ‘fjöldi, grúi’, ‘æti’ eða ‘ásókn í æti,
græðgi’. Á hinn bóginn kemur ekki til greina merking sú sem Fritzner (1886–
96, 1:606) gefur upp, ‘Grums’, sbr. (14c), en hann vitnar heldur ekki til þessa
dæmis.
Höfuðlausn á brotinu AM 162 A ε fol frá um 1400 er allmikið frábrugðin
þeirri í Wolfenbüttelbók; „hvor textinn hefur erindi, heil eða hálf, sem ekki eru
í hinum; vísum og vísnahlutum er öðruvísi raðað; í annarri er orðalag einatt
frábrugðið því sem er í hinni“, segir Jón Helgason (1969:163–64) sem ræki-
lega hefur kannað báðar gerðirnar, og bætir við: „Milli þessara uppskrifta get-
ur enginn ritaður tengiliður verið.“ Ekki kemur því á óvart að munur skuli vera
á níunda erindi í þessum tveimur handritum. Í AM 162 A ε fol (3v29) er annað
GRIPLA