Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 85
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 83
snúning, sbr. lat. versare ‘snúa’, eins og hlaupið sé í krákustigum. Síðan fengu
klassísku hættirnir nöfn út frá fjölda og gerð þessara mælieininga: daktílst
hexametur, jambískt trímetur o.s.frv. Þessar klassísku skilgreiningar eru því
gerðar út frá forminu og líkt við gang eða hlaup. (Notkun orðsins cursus
(velox, tardus o.s.frv.) um ýmis hrynræn stílmeðul í lausamáli byggir einnig á
því að líkja textanum við hlaup eða ferðalag (sbr. Jakob Benediktsson 1987:
153–160, 175–182 og 262–269).
Íslenska nálgunin virðist allt önnur en sú grísk-rómverska. Hættir eru ekki
skilgreindir út frá formi, heldur hlutverki (fúnksjón, ytri aðstæðum og notkun).
Þeir eru oftast kenndir við það við hvaða aðstæður þeir eru notaðir, sbr. orðin
dróttkvæðr háttr, ljóðaháttr, fornyrðislag, fornskálda hættir, grænlenzki háttr
o.s.frv. ‘Dróttkvæður háttur’ er þannig sá háttur skáldskapar (eða venja) sem
tíðkast við dróttina og ‘fornyrðislag’ er það lag sem hæfir fornyrðum. Fróðlegt
er líka að huga að því í þessu samhengi að mörg heiti á einstökum verkum,
ekki síst eddukvæðum eru tengd hlutverki þeirra, sbr. heiti eins og Völuspá,
Lokasenna og Guðrúnarhvöt. Reyndar hefur Margaret Clunies Ross (2005:29
o. áfr.) bent á, að hægt sé að flokka kvæðin í anda talathafnakenningar (speech
act theory, sbr. Austin 1975 og Searle 1970) í texta sem skilgreindir eru út frá
hlutverki frekar en formi. Eitt af þessum hlutverks-hugtökum er hugtakið –tal
(sbr. Ynglingatal, Skáldatal og Noregs konunga tal), en slík töl gátu verið
hvort heldur í bundnu eða óbundnu máli. Fróðlegt gæti verið að skoða Hátta-
tal í slíku ljósi, þótt það verði ekki gert hér.
4.2 Tala og grein
Um rétta setningu háttanna segir að hún sé tvenn, tala og grein. Þetta má túlka
svo að átt sé við að greina megi setningu háttanna með hjálp tveggja form-
deilda (kategoría), sem svo má kalla og hafa svo undirdeildir eða gildi, ekki
ólíkt málfræðilegum formdeildum. Hvað tölu varðar er í fyrsta lagi hægt að
fjalla um það hversu margir hættirnir eru: „hversu margir hættir hafa fundizk
í kveðskap“. Í öðru lagi segir að hægt sé að fjalla um það hversu mörg vísuorð
hver háttur hefur og í þriðja lagi um það hversu margar samstöfur eru í hverju
vísuorði (Edda, Háttatal:3) Þessi formdeild er því tiltölulega einföld að upp-
lagi; hún snýst einfaldlega um það að í lýsingu á bragarháttum getur verið
hentugt að vísa til fjölda formgerða og eininga.
Hin formdeildin, grein háttanna, er heldur erfiðari viðfangs. Hún hefur,
samkvæmt því sem segir í Háttatali, tvær undirdeildir, hljóðs grein og máls