Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 170
GRIPLA168
3 Gísli notar orðmyndina ‘fornyrðalag’, sem var talin rétt á þeirri tíð. Síðar benti Konráð Gísla-
son (1884:157) á að sú orðmynd væri á mislestri byggð, ‘fornyrðislag’ væri réttara. Verður
það orð notað hér. Eins og fram kemur hjá GB eru hinir fornensku og fornþýsku hættir ekki
alveg sambærilegir fornyrðislaginu íslenska, þó að þeir séu náskyldir því. SPÍ.
4 Þar sem í danska textanum stendur ‘Angler’ (Englar), þýði ég ‘Englendingar’. SPÍ.
5 Fjaðurmagn, þanþol, það að vera stæltur; sbr. ‘stál’. SPÍ.
svokallaða ‘fornyrðislag’.3 Nú finnast engin merki þess að annar bragarháttur
hafi nokkru sinni tíðkast hjá Suðurgermönum eða Englendingum4, en Norður-
landamenn, a.m.k. Norðmenn, hafa notað marga hætti aðra, og það mjög
snemma, löngu fyrir fund Íslands. Þessi bragarháttur, sem enn er mjög vinsæll
meðal íslenskra skálda, er að sjálfsögðu með stuðlum og höfuðstöfum eins og
annar fornnorskur kveðskapur, enda gátu germanir hinir fornu alls ekki hugs-
að sér kvæði án stuðlasetningar. Þetta er venjulega talið eina auðkennið sem
skilur fornyrðislagið frá lausu máli. Hér er þó um misskilning að ræða, eða
öllu heldur: sagan er ekki öll sögð, því margur maðurinn getur stuðlað rétt og
e.t.v. sett saman snotur kvæði, án þess þó að geta ort ósvikið fornyrðislag. Á
íslensku er til orðið ‘stæling’, sem er nálega óþýðanlegt.5 Það merkir hinn
fjaðrandi stífleika, sem járn öðlast þegar það blandast stáli í réttum hlutföllum,
en er einnig notað í afleiddri merkingu í öðrum samböndum, meðal annars um
kvæði, sem hafa þá sérstöku hrynjandi og stílhreinu byggingu, sem telja má
alveg ómissandi í öllum sönnum fornaldarkveðskap, hvort heldur hann er ortur
undir dróttkvæðum hætti eða fornyrðislagi. Það er þessi ‘stæling’ sem aðeins
og eingöngu næst fram með því sérstaka orðavali, sem burtséð frá stuðla-
setningunni, greinir hið sanna fornyrðislag frá daglegu máli og gefur því slík-
an skáldlegan áhrifamátt, að við getum næstum fallist á þá hugmynd forn-
manna, að skáldskapur sé málfar guðanna. Þennan skáldskaparblæ er nær
ómögulegt að endurskapa á öðrum tungum, en án hans er þessi bragarháttur
líka einskis virði, hversu gott sem formið annars er. Má þá líkja honum við
gamalt eggjárn, sem hefur dignað í eldi. Hið flókna dróttkvæðalag er ekki
nærri því eins erfitt í meðförum. Það þarf svo sára lítið til að fornyrðislagið
falli úr sinni tiginbornu hæð niður í sviplausan og leiðinlegan prósa, eins og
oft má sjá í yngri kvæðum. Fornskáldin hafa aftur á móti verið fullkomnir
meistarar í þessari tegund skáldskapar, og þeim hefði aldrei komið til hugar að
bjóða áheyrendum kvæði, sem hefði ekkert annað en stuðlasetningu umfram
laust mál og gat því aldrei orðið minnisstætt stundinni lengur. Nei, þeir flétt-
uðu svo snilldarlega saman hugsun og orð, sögðu svo margt í fáum orðum, að
þó að við heyrum kvæði þeirra aðeins einu sinni, gleymast þau ekki svo auð-