Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 190
GRIPLA188
20 Lucy Grace Collings (1969:118) segir að þar sé líklega þýtt beint eftir kirkjusögu Eusebiusar.
1820). Í útgáfu Müllers er einungis seinni hlutinn, um Abgarus konung.
George Stephens (1853:15-21) notaði útgáfu Müllers, og birti fornenska text-
ann andspænis enskri þýðingu sinni. Stephens veitti því athygli að í upphafi er
vísað í efni sem á undan hafði farið.
Nú er almennt notuð útgáfa Enska fornritafélagsins (Early English Text
Society, EETS), sem Walter W. Skeat sá um 1890, og var ljósprentuð 1966
(Skeat 1966:58-67). Hómilían er varðveitt í tveimur handritum (A), Cotton
Julius E. 7, í British Library, og (U), Cambridge Ii. I. 33, í háskólabókasafninu
í Cambridge. Þriðja handritið (V): Cotton Vitelius D. 17, í British Library,
eyðilagðist að mestu í eldi. Fyrstnefnda handritið (A) er það sem Grundtvig
skrifaði upp, og Skeat leggur það einnig til grundvallar í útgáfu sinni. Hann
telur vafa leika á að það sé frá dögum Elfríks, en virðist þó telja það eldra en
1050 (Skeat 1966:ix). Fornenski textinn er hér látinn fylgja íslensku þýðing-
unni. Hann er prentaður eins og George Stephens gekk frá honum, að öðru
leyti en því að víða er sleppt bandstrikum úr samsettum orðum.
Elsta heimildin um Abgarus-helgisögnina er að finna í Historia Ec-
clesiastica eftir Eusebius (d. um 340) I. bindi, 13. kafla. Þar eru bréf Abgar-
usar og svarbréf Krists birt á grísku. Sagan segir að Eusebius hafi skrifað þau
upp eftir sýrlensku frumriti í skjalasafninu í Edessu, þar sem Abgarus var
talinn hafa verið konungur, en vart þarf að taka fram að bréfin eru fölsuð.
Helgisögnin mótaðist smám saman í höndum margra kirkjufeðra í austri og
vestri, og mun Elfríkur hafa tekið hana úr riti eftir Abbo frá Fleury (d. 1004)
(Skeat 1966:xlv). George Stephens segir að hómilía Elfríks sé elsta dæmi um
helgisögnina í seinni tíma þýðingu, en hún var mjög útbreidd á miðöldum.
George Stephens birti í útgáfu sinni 1853 forníslenska þýðingu helgisög-
unnar um Abgarus konung. Er hún í tveimur hlutum í „Tveggja postula sögu
Jóns og Jacobs“ (Unger (útg.) 1874:548-551 og 566-570), og svipar henni
talsvert til fornenska textans.20 Enn fremur prentaði Stephens brot úr Tómas
sögu postula, sem snertir þetta efni lítillega. Hann birti einnig hliðstæður úr
fornum sænskum, miðháþýskum, lágsaxneskum og hollenskum ritum, sem
sleppt er hér. Um þá texta segir hann:
Við lærum af þeim öllum, að gamlar helgisagnir sem þessar, líkt og
hinar vinsælu hugvekjur og ljóðsögur þeirrar tíðar, voru samdar og
endurgerðar á hinn frjálslegasta hátt. Nokkrar þeirra, sem voru orðnar
gamlar þegar á annarri og þriðju öld, fólu oft í sér fleiri eða færri