Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 107
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 105
Stuðlarnir standa á tveimur fyrstu risunum, þannig að fimmta staða rímar án
þess að stuðla, og í jöfnu línunni er frumhendingin ekki á sama atkvæði og
höfuðstafurinn.
Eðlilegt virðist að túlka sjálft orðið skjálfhenda svo að það vísi fyrst og
fremst til hrynjandi, og er ekki ólíklegt að einhvers konar spenna í hrynjand-
inni hafi einkennt háttinn í eyrum skálda og áheyrenda. Bent hefur verið á (sbr.
Kristján Árnason 1991/2000, Atli Ingólfsson 1994) að hin margslungnu form-
meðöl dróttkvæðs háttar, hrynjandi, rím og stuðlasetning, myndi eins konar
pólýfóníu, þar sem hin ólíku mynstur kallast á. Til að forðast einhæfni var
hægt að breyta út frá algengustu mynstrunum og láta formþættina með nokkru
móti togast á og mynda tónræna spennu. Í þeim bálki kvæðisins sem hér um
ræðir er greinilega verið að fjalla um og sýna dæmi um slíka þætti. Hins vegar
bauð hugtakakerfið, sem byggt er á í lausamáli Háttatals, ekki upp á neina
formlega greiningu á misjöfnum bragstyrk eða upphefð atkvæða; eina leiðin
sem gafst til að lýsa þessu, fyrir utan tölu og skjótleika samstafna, var að vísa
til staðsetningar hljóðstafa og hendinga.
Athygli vekur að þessi bragfræðilega skilgreindi kafli, ef svo má kalla
hann, er brotinn upp af kvæðaskilum. Vera kann að þetta stafi af því að kvæðið
um Skúla hafi verið til fyrir, en síðar verið prjónað framan við það til að sýna
brageinkenni sem voru lík því sem var á fyrstu vísum þess.
7.3 Aukahendingar
Næstu þrjár vísur Háttatals sýna dæmi um það þegar þrjú atkvæði í línu (í stað
tveggja) taka þátt í hendingunum. Hátturinn á 36. vísu er einmitt kallaður
þríhent, vegna þess að þar eru þrjár aðalhendingar í jöfnu vísuorðunum; hin
ójöfnu eru óbreyttur dróttkvæður háttur. En auk þess að hafa fleiri hendingar
hafa jöfnu vísuorðin einnig mjög sérstaka hrynjandi, þótt ekki sé á það minnst
í lausamáli:
Hristi hvatt þá er reistisk
herfng mjƒk lng véstng,
samði fólk en frƒmðusk
fullsterk hringserk grams verk (36. vísa, l. 1-4)
Það er sérkennilegt við jöfnu línurnar, að þær enda á hendingaratkvæði, svo að
út kemur hálfgert endarím (karlrím).
Í óbreyttum dróttkvæðum hætti eru áherslulaus atkvæði í 6. stöðu, en í
þeim línum sem hér um ræðir eru þar þung atkvæði. Það er því óhjákvæmilegt