Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 53
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN
þekkt í uppskriftum Ketils Jörundssonar en elst í þeim handritaflokki er AM
162 A ε fol. frá um 1400, brot sem geymir stærstan hluta Höfuðlausnar.
Höfuðlausn er aftur á móti ekki í Möðruvallabók, AM 132 fol, aðalhandriti A-
gerðar Egils sögu, og hefur aldrei verið þar (Jón Helgason 1969: 162–68).
Fyrri hluti níundu vísu Höfuðlausnar er sýndur í (15) eins og hann birtist í
Wolfenbüttelbók (50r2); stafsetning er samræmd hér að frátöldu orðinu
„gíor“ (ljóspr. útg. Jón Helgason 1956; útg. Finnur Jónsson 1912–15, A1: z37,
sbr B1:32 og útg. Sigurðar Nordals 1933:188 þar sem vísan er hin tíunda).
(15) Úr níundu vísu Höfuðlausnar eftir Wolfenbüttelbók (50r2) frá um 1330–
70
Rauð hilmir hjƒr,
þat var hrafna „gíor“,
fleinn hitti fjƒr,
flugu dreyrug spjƒr.
Í stafsetningu handrita um miðja fjórtándu öld er eðlilega ekki gerður grein-
armunur á hinum fornu og ø (sbr. 3.1) og hætt er líka við að framgómkvæði
g á undan hinu forna ø gæti þar birst sem „gi“ (sbr. 3.2); rithátturinn „gíor“
sker því ekki úr um hvort þar er á ferð upprunalegt gjr eða gør. Í hinum
runhenda hætti Höfuðlausnar er endarím. Þrjú rímorðanna eru vel þekkt bæði
í íslensku og af frændorðum í öðrum germönskum málum og ekki leikur vafi
á uppruna rótarsérhljóðs neins þeirra: í hjrr kk. ‘sverð’ (sbr. fe. heoru, gotn.
haírus ‘sverð’), fjr hk. ‘líf’ (sbr. fe. feorh ‘líf, lífvera’, fsax., fhþ. ferah, ferh
‘líf, sál’, gotn. faírhus ‘veröld’) og spjr nf. ft. hk. ‘spjót’ (sbr. fe. spere, speru,
fsax., fhþ. sper ‘spjót’) verður rótarsérhljóðið rakið með traustum rökum til
frg. e sem í frumnorrænu hefur orðið fyrir u-klofningu, e > j (sjá til dæmis de
Vries 1962 eða Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Egill Skallagrímsson
hefur ugglaust alist upp við fulla grein sérhljóðanna og ø og sé sú gerð
Höfuðlausnar sem varðveist hefur á Wolfenbüttelbók réttilega eignuð Agli er
óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir gjr í öðru vísuorði; í máli Egils hefði gør
ekki rímað við hjr, fjr og spjr, eins og Jón Helgason (1969) hefur rætt.
Finnur Jónsson hafði áður komist að sömu niðurstöðu þegar hann sagði í
Lexicon poeticum (Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson 1931:186) um gjr
í þessu dæmi: „vokalen her er rimbestemt“; það er aftur á móti misskilningur
hjá Cleasby og Guðbrandi Vigfússyni (1874:223) að gjr rími hér við orð með
upprunalegu ø.
51