Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 15
KVE‹SKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 13
sögu (1933), hægra megin texti Jóns Helgasonar leiðréttur samkvæmt mál-
fræðilegum lærdómi hans:
SN: JH:
Rauð hilmir hjƒr, Rauð hilmir hjƒr,
þar vas hrafna gjƒr, þar var hrafna gør,
fleinn hitti fjƒr, fleinn hitti fjƒr,
flugu dreyrug spjƒr. flugu dreyrug spjƒr.
Jón Helgason vitnar í Otto von Friesen til skýringar á orðinu gjör eða ger.
Samkvæmt endursögn Jóns telur von Friesen „að það standi af sér við
sögnina að gjósa eins og kjör við kjósa, frör við frjósa [...] rótarsérhljóðið er
upphaflega o sem hefur À-hljóðverpzt, og þá var útkoman ø“ (bls. 169).
„Skáldið sem orti Höfuðlausn gat rímað saman hjr og gør,“ segir Jón (bls.
173), en telur að slíkt mundi ólíklegt fyrr en komið væri nokkuð fram á 12.
öld. Og með fyrirvara setur hann síðan fram eftirfarandi tilgátu:
Á síðara hluta 12tu aldar, segjum svo sem 1160–70, var uppi á Ís-
landi maður sem iðkaði sagnalist. Þegar hann sagði frá Jórvíkurferð
Egils Skallagrímssonar, saknaði hans þess kvæðis er Egill leysti með
höfuð sitt. Sjálft frumkvæðið, sem getið er í Arinbjarnarkviðu, var
gleymt.
Hann tók sig þá til og orti annað kvæði í þess stað [...] Um Eirík
blóðöx vissi hann fátt, og varð því efnið í rýrasta lagi. Vel mætti gera
sér í hugarlund að þetta skáld hefði um leið búið til þær vísur sem Egill
er látinn kveða á undan kvæðinu og eftir [...] Skáldið var úr þeim
landshluta þar sem ekki var lengur gerður munur á -i og ø-i (bls. 175).
Jón segir að þessi tilgáta sé honum ekki „svo hjartfólgin að hann muni kippa
sér upp við þau örlög sem efalaust bíða hennar, að hún verði rengd eða
hrakin“ (bls.175). Og þess var eigi heldur langt að bíða að andófsmenn létu í
sér heyra. Dietrich Hofmann í Kíl tók upp vörn fyrir hrafnagjörið fám árum
síðar (‘Das Reimwort gir in Egill Skallagrímssons Hƒfuðlausn’ í Mediaeval
Scandinavia 6, 1973). Dregur hann fram ýmis fornleg brageinkenni kvæðisins
og telur þau vega þyngra en þetta eina dæmi Jóns. Auk þess leiðir hann líkur
að því að gjr kunni að vera hið upprunalega orð, en ekki gør. Máli sínu til
stuðnings vitnar hann meðal annars í Altnordisches etymologisches Wörter-
buch (1962) eftir Jan de Vries. Nú má einnig glugga í Íslenska orðsifjabók