Gripla - 20.12.2006, Page 116
GRIPLA
þannig að þær hafi þrjár sterkar stöður, frekar en tvær. Eins og sjá má enda
línurnar allar nema ein á léttum tvíkvæðum orðum, sem geta með klofningi
myndað eina bragstöðu, sem í þessu tilviki hlýtur að flokkast sem sterk. En
næst á undan þessum tveimur atkvæðum standa í öllum jöfnu línunum ein-
kvæð orð eða orðhlutar sem borið gátu fulla áherslu, þannig að líklegt má telja
að þau hafi gert tilkall til einhvers bragfræðilegs styrks. (Hér er aldrei alger-
lega áherslulaust atkvæði, eins og þó er dæmigert fyrir þennan stað í drótt-
kvæðum). Út úr þessu kemur þá e.t.v. eins konar árekstur milli tveggja næst-
síðustu bragstaðnanna, og það sem meira er: fyrsta bragstaðan er líka sterk,
(raunar klofin í 2. línu). Að teknu tilliti til þessara þátta virðist koma til greina
að lýsa hrynjandi jöfnu línanna eins og sýnt er hér á eftir:
s s s
(Skala) (lof )(dvala)
s s s
(mærð) (fjƒl) (snærð)a;
s s s
(styrs) (hróðr) (fyrir)
s s s
(hers) (gnótt) (bera)
Ef greiningin á við rök að styðjast má segja að þessar jöfnu línur einkennist af
hneppingu, sem er fólgin í því að sleppa veiku atkvæði (veikri stöðu), þannig
að eins konar árekstur verði milli tveggja sterkra atkvæða. Nánar er vikið að
hneppingu í 9. kafla hér á eftir.
Næsta vísa (nr. 69) sýnir annað tögdrápulag, sem er eins og hitt hend-
ingalaust í ójöfnu línunum, en hefur tvo „hljóðfyllendr við höfuðstaf“. Staða
hendinganna í jöfnu línunum virðist bjóða upp á nokkra fjölbreytni í hrynj-
andi, og t.d. er í 6. línu: fólkglaðs vaða eðlilegt að gera ráð fyrir einhvers kon-
ar hneppingu, þar sem rímatkvæðin standa hlið við hlið. Síðasta vísan í þess-
um tögdrápubálki (nr. 70), sem er kallaður hagmælt18 endar svo:
hlýtr [gram]s geta
greppr óhnepp[ra
ský]rr skrautfara
... skjƒldunga ungr. (70. vísa, l. 5–8)
114
18 Raunar vantar nafnið í handritin, en útgefendur hafa getið sér til um þetta nafn á grundvelli
ummæla sem fylgja 71. vísu.