Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 177
175
og hangið þar í níu nætur í þágu sannleikans. Þess vegna var Veraldartréð (eins
og sérhver gálgi) kallað hestur Óðins (hestur dauðans). Hver getur nú láð hin-
um elstu kristnu mönnum, þó að þeir við að heyra um fórnardauða Krists á
krossinum á níundu stundu, hlytu ósjálfrátt að blanda þessum hugmyndum
saman. Þannig rann hin gamla trú þeirra algjörlega saman við þá nýju. Í forn-
um íslenskum kvæðum er alltaf lögð áhersla á að Kristur hafi dáið á níundu
stundu (að nóni), og sögnin um að Ólafur helgi hafi fallið á sömu stundu dags,
hefur eflaust stuðlað að því ekki síður en sólmyrkvinn, sem þá varð, að helgi
hans var svo fljótt viðurkennd um allan Noreg. Að minnsta kosti er dauði
beggja á þessari stundu dreginn fram í íslensku miðaldakvæði, augsýnilega
vegna þeirrar áherslu, sem lögð var á þetta atriði. En líklega er það þó dauði
Krists, sem er svo fallega lýst í enn eldra kvæði íslensku, sem er að líkindum
eftir Nikulás [Bergsson] ábóta, samtímamann Ara fróða, ef kvæðisbrotið er
ekki hreinlega úr sjálfri Uppreistardrápu Hallfreðar [vandræðaskálds]. Í því
sambandi ber að hafa í huga, að Sighvatur [Þórðarson] segist berum orðum
hafa líkt eftir þessu lofkvæði Hallfreðar (sem nú er því miður glatað), í kvæði
sínu um fall Ólafs helga. Þessi stutta lýsing á dauða Krists, sem tekin er upp í
síðustu [málfræði]ritgerðina aftan við Snorra-Eddu, hljóðar svo:
Sjálfráði dó síðan
sólarfróns, at nóni,
hinn er hékk, en dag dökkti,
döglingr, á járnnöglum.14
„Sjálfráði (sjálfviljugur) dó síðan sólarfróns döglingur (himins kon-
ungur) að nóni (á níundu stundu), hinn (sá) er hékk á járnnöglum, en
dag dökkti.“15
ÞÝÐINGAR ÚR FORNENSKU
14 Björn M. Ólsen (1884:123 og 245) telur að þessi vísa sé eftir höfund Fjórðu málfræðirit-
gerðarinnar. SPÍ.
15 Þetta má bera saman við orð Sighvats [Þórðarsonar] um fall Ólafs helga og sólmyrkvann:
Undr láta þat ýtar
eigi smátt, er mátti-t
skæ-Njörðungum skorðu
skýlauss röðull hlýja;
drjúg varð á því dægri,
dagr náði-t lit fagrum,
orrustu frá ek austan
atburð, konungs furða.
„Fólk undraðist eigi lítið, að skýlaus sólin náði ei að verma mennina sem börðust. Mikil varð
dýrð (kraftaverk) konungsins á því dægri, er dagurinn fékk ei notið hins fagra ljóss. Að austan
bárust mér (þessar) fregnir af atburðum orrustunnar.“ GB Skjald. B I:242 (A I:261). SPÍ.