Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 110
GRIPLA108
42. vísa sýnir dæmi um rétthent, en þar eru aðalhendingar í stað skothendinga
í ójöfnu vísuorðunum.
Vísur 43 og 44 sýna dæmi um alhent,14 en einkenni þeirra er að þar eru
tvöfaldar hendingar, þ.e. tvær í hverju vísuorði, sem mynda víxlrím:
Frama skotnar gram; gotnum (44. vísa, l.1)
Hátturinn á 45. vísu er kallaður stamhendur, en einkenni hans er að í forlínum
er aðalhending á tveimur atkvæðum sem standa hlið við hlið í lok línunnar, og
eru stuðlarnir einnig á þessum atkvæðum. Samstöfurnar eru í flestum tilvikum
orðhlutafræðilega skyldar og hafa tengda merkingu, þótt það virðist ekki vera
skylda, sbr. síðasta línuparið:
þar er hƒnd at lið liðnar
lýslóðar berr glóðir15 (45. vísa, l. 7–8)
Það sem einkennir þetta form fyrst og fremst er það að fyrri stuðull og frum-
hending standa á sama atkvæði í fjórðu stöðu. Annars er afar sjaldgæft að
hending standi á þessum stað í línu, þótt það sé vel þekkt að stuðlar geti staðið
þar (sbr. Kristján Árnason 1991/2000:136–143). Ef við gerum ráð fyrir að
einhver upphefð hafi fylgt því fyrir þessa bragstöðu að bera stuðul og hend-
ingu, verður hér nástaða tveggja sterkra atkvæða eða einhvers konar hnepping
(sjá síðar). Þungamiðja línunnar færist aftar og virðast orðin í upphafi línunnar
að sama skapi vera af léttara taginu.
Næsta vísa (46) sýnir frekari dæmi um samhendingar, þ.e. að hendingaat-
kvæði byrja á sama samhljóði og stuðla þar með, og vísurnar þar á eftir sýna
dæmi um klifun eða ‘afhendingu’, þannig að sömu samstöfur eru í ójöfnu
vísuorðunum og í frumhendingunni í þeim jöfnu. Annars vegar er hér á ferð-
inni háttur sem kallaður er iðurmælt (47. vísa) og hins vegar klifað (48), en í
seinna tilvikinu er sama atkvæðið notað í öllum vísuhelmingnum, og lýkur þar
með alllöngum kafla (frá og með 36. vísu) þar sem greint er frá afbrigðum
dróttkvæðs háttar sem byggja á rími og orðavali.
7.5 Fornskálda hættir
14 Sjá umfjöllun um notkun Hofgarða-Refs á þessum hætti hjá Kuhn 1983:305–6.
15 Þetta má taka svo saman: „Þar er hƒnd berr lýslóðar glóðir [þ.e. skartgripi], liðnar [þ.e. af
líða] at lið“, [þ.e. sem settar hafa verið á lið, þ.e.handlegg/hönd].