Gripla - 20.12.2006, Side 27
KVE‹SKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 25
allmikill hvar sem litið er: hvor textinn hefur erindi, heil eða hálf, sem ekki eru
í hinum; vísum og vísnahlutum er öðruvísi raðað; í annarri er orðalag einatt
frábrugðið því sem er í hinni. Milli þessara uppskrifta getur enginn ritaður
tengiliður verið. Þá er aðeins um eina úrlausn að ræða: Höfuðlausn hefur verið
í flokki þeirra kvæða sem menn námu utanbókar. Tveir menn hafa skrifað
hana upp, hvor eftir sínum heimildarmanni. en hvorugur náð henni réttri“ (bls.
163–64).
Og síðar segir Jón: „Á þremur stöðum í Snorra Eddu eru tilfærðir vísu-
helmingar úr Höfuðlausn, og á einum stað fjórðungur erindis úr sama kvæði.
Kvæðið er eignað Agli: „Sem Egill kvað“, „svá sem kvað Egill“, „svá kvað
Egill“, en Höfuðlausn ekki nefnd; þess var heldur engin von, því að ekki er
venja þar að bæði sé greint skáldsnafn og kvæðisheiti. Því virðist örugglega
mega treysta að Snorri Sturluson hafi þekkt Höfuðlausn og ekki vitað betur en
hún væri eftir Egil“ (bls. 174).
En satt að segja getur þetta tvíliðaða dæmi Jóns tæplega gengið upp. Ef
Höfuðlausn er ekki ort fyrr en um 1160 eða enn síðar (það er að segja á eftir
Runhendu Einars), þá er með öllu ólíklegt að Snorri „hinn fróði“, fæddur
1179, hefði talið að hún væri með réttu eignuð Agli Skallagrímssyni. Hann
vitnar í kvæðið í Eddu sinni laust eftir 1220, og litlu fyrr eða litlu síðar hefur
Höfuðlausn verið færð í letur í heild sinni. Þá er hreint ekki nógur tími til þess
að Snorri ruglaðist varðandi aldur hennar og til þess að hún klofnaði í tvær
gerðir og afbakaðist svo herfilega að sumar vísur eru óskiljanlegar nema með
miklum leiðréttingum.
Varðveisla Höfuðlausnar er allt öðruvísi heldur en gerist og gengur um
kvæði sem ort eru á 12. og 13. öld. Fyrir utan Runhendu Einars Skúlasonar,
þar sem allt er gegnsætt, má nefna Sigurðarbálk Ívars Ingimundarsonar sem er
litlu eldri, þar er allt auðskilið; einnig vísur margar í Sturlungu, eða þá kvæði
Sturlu Þórðarsonar í Hákonar sögu (sem munu að vísu hafa verið skráð um
leið og þau voru ort eða litlu síðar).
Segja má að í heild sinni sé kveðskapur sá sem eignaður er Agli í sögu
hans miklu fornlegri heldur en þau ljóðmæli sem sannanlega eru frá 12. og 13.
öld. Til marks um þrautagöngu þessa kveðskapar gegnum aldalöng munnmæli
hef ég tekið upp nokkur sýnishorn úr öllum þremur kvæðum Egils, óleiðréttan
texta úr Skjaldedigtning A, en klætt hann í einfalda samræmda stafsetningu,
sjá Sýnishorn II (bls. 29–30). Ég skora á menn að bera þetta saman við vís-
urnar úr Magnússkviðu Gísls Illugasonar, Sigurðarbálki Ívars Ingimundar-
sonar og Runhendu Einars Skúlasonar, sem birtar eru á Sýnishorni III (bls.
31–33). Í þessum ungu kvæðum er nálega allt vel varðveitt og fullkomlega