Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 86
GRIPLA84
grein, og þegar spurt er hvað máls grein sé, er svarið, að „stafasetning [þ.e.
setning höfuðstafs og stuðla] greinir mál allt, en hljóð greinir þat at hafa sam-
stƒfur langar eða skammar, harðar eða linar, ok þat er setning hljóðsgreina er
vér kƒllum hendingar“ (Edda, Háttatal:3). Af þessu mætti e.t.v. ætla að máls
greinin eigi við stuðlasetninguna en hljóðs greinin frekar við hendingarnar á
einhvern hátt. Eins og síðar kemur fram er skilningur Snorra (og Ólafs hvíta-
skálds) sá að stuðlarnir séu grundvöllur að bragskipulaginu og myndi eins
konar burðarvirki háttanna. Og e.t.v. hafa menn litið svo á að stuðlarnir væru
máls grein fyrir það að þeir skilgreini allt mál í skáldskap.
Orðið mál kemur að sjálfsögðu víða fyrir í fornum textum og algengasta
merking þess eða grunnmerking virðist vera ‘það sem sagt er, segð eða texti’.
En í Skáldskaparmálum segir frá samtali Braga og Ægis. Þegar Ægir spyr
hversu mörg séu „kyn skáldskaparins“, svarar Bragi: „Tvenn eru kyn þau er
greina skáldskap allan,“ og þegar Ægir spyr hver þau séu, segir Bragi að þau
séu „mál ok hættir“ (Edda, Skáldskaparmál 1:5). Í þessu samhengi er e.t.v.
eðlilegt að skilja sem svo að orðið mál eigi við skáldamálið (skáldskaparmál-
ið, e. diction), þ.e. orðin sem notuð eru í kveðskapnum, sem er umfjöllunar-
efni Skáldskaparmála. Enda fylgir þar skýring á mismunandi leiðum til að
nefna hlutina: „Svá ... sem heitir; ƒnnur grein er sú er heitir fornƒfn; in þriðja
málsgrein er kƒlluð er kenning“. Samkvæmt þessu skipulagi er háttunum síð-
an lýst í Háttatali.
En orðið mál er notað í fleiri merkingum í Eddu. Snorri segir sjálfur um
línur í dróttkvæðum sem eru ein setning eða fullyrðing að þær séu sér um mál,
(sbr. t.d. umfjöllun um 12. vísu). Hér getur þá orðið mál hugsanlega merkt
setning, en einnig virðist það geta merkt innihald (sbr. Konráð Gíslason 1875:
98).
Stuðlavenslin, sem vísað er til sem máls greinar, eru auðvitað hljóðkerfis-
leg, en ekki merkingarleg eða orðhluta- eða setningaleg (morfósyntaktísk),
enda talar Snorri síðar í textanum um stuðlana sem hljóðfyllendur. En ljóst er
að hlutverk þeirra er m.a. að skilgreina stofnhlutagerð bragarins, því þeir
afmarka og tengja saman línur og línupör. Það að tala um að þeir greini mál
ber þá e.t.v. að skilja svo að stafasetning ‘greini allt (skáldskapar-)mál’ niður
í stofnhluta eða einingar, svo að í öllu máli (þ.e. texta) skáldskapar séu stuðl-
arnir mikilvægasta greinin, eins og síðar er áréttað í lausamáli Háttatals.
Ekki er mikið ljósara hvað átt muni vera við með hljóðs grein. Talað er um
að „hljóð“ greini það að hafa samstöfur „langar eða skammar“, og hins vegar
að hafa þær „harðar eða linar“, og virðist það að einhverju leyti í anda þess
sem Ólafur hvítaskáld segir í Þriðju málfræðiritgerðinni (sbr. Kristján Árnason