Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 102
GRIPLA100
þeirra. Annað sem línurnar eiga sameiginlegt, þótt Snorri nefni það ekki í
lausamáli, er að frumhendingin er í annarri stöðu, þ.e. í næsta atkvæði á eftir
höfuðstafnum, en það er vissulega skjálfhendueinkenni að skilja þannig á milli
höfuðstafs og frumhendingar.
Í umræðu hér að framan hefur komið fram að einfaldasta hrynjandi í drótt-
kvæðri línu er víxlhrynjandi með réttum tvíliðum. Í jöfnu línunum í detthendu
er strítt gegn þessari A-hrynjandi með tvennum hætti, annars vegar með þungu
áhersluatkvæði í fjórðu stöðu8 (sem er veik í flestum línugerðum) og hins veg-
ar með því að setja frumhendinguna í aðra stöðu, sem einnig er veik í A-gerð.
Þótt ekki sé víst að beint samband sé milli bragstyrks og hendinga, hlýtur
einhver upphefð (sbr. 5. kafla) að fylgja þeim, þannig að rímatkvæði hafi verið
tiltölulega áberandi þegar á var hlýtt, hvort sem flytjandi lagði á þau áherslu
eða ekki.
Eins er eðlilegt að gera ráð fyrir því að einhvers konar upphefð í þessum
skilningi fylgi stuðlunum. Hér er athyglisvert að í þriðju línu er fyrri stuð-
ullinn á öðru atkvæði orðsins ásamt, sem nútímamálið greinir venjulega ekki
svo. Þetta bendir til þess að áhersla hafi getað verið á öðru atkvæðinu eða að
forliðurinn á hafi getað verið laus við stofninn. Að minnsta kosti er hér um að
ræða einhvers konar tvíræðni um það hvaða liður muni vera sterkastur. Og
svona tvíræðni í hrynjandi, þar sem formþættirnir togast á ef svo má segja,
kemur fram víðar í vísunni, því líklegt er, þótt fyrstu atkvæðin í orðmyndunum
ótvistar og fémildum hafi staðið í bragstöðu sem jafnan er veik, að þær hafi
kallað á einhvers konar áherslu, því í óbundnu máli hafa þær væntanlega verið
sterkar.9 Með þessu móti fá öll atkvæðin í jöfnu línunum í 29. vísu, nema það
þriðja og sjötta, einhvers konar „upphefð“, sem stríðir á móti grunnhrynjand-
inni, ef við gerum ráð fyrir að hún hafi verið byggð á þremur réttum tvíliðum.
Þessar braglínur hafa því mjög áhugavert og flókið form.
Sérkenni næstu vísu (nr. 30), sem ort er undir draugshætti, eru í lausamáli
einnig sögð koma fram í jöfnu vísuorðunum, og sagt er að það sé hin þriðja
samstafa sem ræður hætti. En nú er það þannig að línurnar fá hreina (í raun
óvenju hreina) A-hrynjandi, hvort sem litið er til atkvæðaþunga, áherslu eða
stuðla og ríms: halda grœnna skjalda; þilju Hrungnis ilja. Ekki er gefin nein
frekari skýring á því hvernig þriðja samstafa í jöfnu línunum skiptir háttum, en
8 Kerfi Sievers flokkar þessar línur sem E-gerð, sbr. t.d. Kuhn 1983:92–97.
9 Þetta hefur af sumum bragfræðingum verið kallað „þungt hnig“ (heavy dip), sbr. Faulkes
1991:59, en vandséð er hver er munur á því og aukarisi (Nebenhebung, sbr. 5.2 hér að fram-
an).