Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 24
GRIPLA22
end in a vowel. The list of substantives, 43 in all, is perhaps worth
giving in full; to the one class belong gram (2), ham, hlam, þram; far
(2), mar (2); gnat; ver; fit, hnit; lof, rof; brot, flot; hlut, skut; bjöð, kvöð,
löð, mjöð; föl, fjöl, mjöl, möl; fjör, gjör, hjör, spjör; mjöt, sjöt, and to
the other á, spá; glæ, hræ (2); sæ (2), skæ; bý, ý.
The testimony of Höfuðlausn is all the more valuable, because in a
riming poem there would be the very strongest reasons for using a full-
stressed syllable to end the line. But Egill never once falls into this, and
it was probably also avoided by Gunnlaug in his drápa on Earl Sig-
trygg, as the fourteen lines which remain of this give only the forms
brag, lag; kon, son; skil and hræ, skæ. These facts cast some suspicion
on the genuineness of Skallagrím’s verse with the riming words hefnd
: efnd, örn : börn; and perhaps Grámagaflim is not quite so old as the
days of Björn [Hítdælakappi]. Not before Þjóðólf’s lines on King
Harald harðráði (CPB. II. 211)3 do we have certain evidence that even
in riming poems such an ending as krók or réttr was permissible (bls.
348-349).
Þetta eru orð Craigies, og athuganir mínar staðfesta þau fullkomlega.
Kvæðisbrot Þjóðólfs Arnórssonar um Harald harðráða mun vera elsta run-
henda, nokkuð nákvæmlega tímasett, þar sem brotið er gegn Craigieslögmáli.
Þjóðólfur mun hafa fallið með Haraldi konungi við Stafnfurðubryggju 1066,
og kvæðið er svo sem 10 árum eldra. Og næst kemur svo Runhenda Einars
Skúlasonar sem fyrr er getið, en hún er réttri öld yngri, ort á sjötta tug 12.
aldar. Þar er lögmálið þverbrotið, sjá Sýnishorn III (bls. 32–33), þar sem allt
kvæðisbrotið er prentað.
En Craigie fjallar einnig um kvæði undir ferkvæðum háttum öðrum en
runhendu, og má sérstaklega nefna erfikvæði Gísls Illugasonar um Magnús
berfætt, ort laust eftir 1100 (160 ljóðlínur), og einnig Sigurðarbálk Ívars Ingi-
mundarsonar sem ortur var um 1140 (320 ljóðlínur). Bæði þessi kvæði eru
undir fornyrðislagi, og í þeim er lögmálinu fylgt: öll nafnorð eru stutt í loka-
orðum (með einni undantekningu í Sigurðarbálki sem ekki vegur þungt, sjá
Craigie, bls. 349). Upphöf þessara kvæða eru prentuð af öðru tilefni á Sýnis-
horni III (bls. 31–32).
Eftir þessu að dæma er Craigieslögmálið að fjara út á svo sem hundrað ára
tímabili, frá miðri 11. öld til miðrar 12. aldar; frá Þjóðólfi til Einars Skúla-
3 CPB: Corpus Poeticum Boreale.