Gripla - 20.12.2006, Page 117
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR
Hér eru skothendingar í ójöfnum vísuorðum, en „at ƒðru sem tøgmælt“. Og
síðan kemur viðbót, sem kemur heim við það sem ýjað var að hér að framan,
að atkvæðaþungi og klofningur á bragstöðum gegni hlutverki í hrynjandinni:
„Í ƒllu tøglagi er eigi rangt þótt fimm samstƒfur sé í vísuorði er skammar eru
sumar ok skjótar.“ Hér kemur það enn skýrt fram að Snorri (eða hver sem
höfundur lausamálsins er) hafi verið meðvitaður um ólík braggildi þungra og
léttra (langra og stuttra) atkvæða.
Síðasta línan í 70. vísu botnar, eins og áður segir, setninguna í fyrstu línu
68. vísu: Fremstr var Skúli ... Þetta er kallað klofastef, en útskýringin er að það
sé tögdrápuháttur „at stef skal vera til fyrsta vísuorðs ok lúka því máli í inu
síðarsta vísuorði kvæðisins ... en hvers stefjaméls skal stef upphaf ok niðrlag.“
Á eftir þessum tögdrápukafla koma þrjár vísur (71–73) sem hafa svipuð
einkenni og tögdrápa, sem byggjast á alrími í jöfnum vísuorðum og eru lín-
urnar afar stuttar, flestar með fjórum atkvæðum. Fyrst kemur grænlenski hátt-
ur, en þar eru skothendingar í ójöfnum línum (eins og í hagmæltu), en kvenrím
(tvíkvætt alrím) í þeim jöfnu:
Slóð kann sneiðir
seima geima
hnigfák Haka
hleypa greypa (71. vísa, l. 1–4)
Og næst kemur hinn „skammi háttr“:
Gull *kná – greppar –
glóa – róa,
váss eru seggir
samir framir (72. vísa, l. 1–4)
Hér er í tveimur fyrstu línum fléttað saman á óvenjulegan hátt tveimur setn-
ingum, þannig að frumlögin eru sett saman í frumlínu hvort við annars hlið, og
síðan koma aðalsagnirnar í síðlínu, en hjálparsögnin er samnýtt: Gull kná
glóa, greppar róa (þ.e. gull glóir en menn róa).19 Um háttinn segir í lausamáli
að fyrsta og þriðja vísuorð sé hendingalaust, en annað og hið fjórða sem
„grænlenzki háttr ok skemri orðtƒkin“. Þetta vísar e.t.v. til þess að í öllum
jöfnum línum í vísunni eru létt tvíkvæð orð: gróa – róa, samir – framir o.s.frv.
115
19 Þessi liðfelling, að samnýta hjálparsögnina er fróðleg frá setningafræðilegu sjónarmiði.