Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 169
INNGANGSORÐ GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
Í ÞÝÐINGU ÞEIRRI, sem hér fer á eftir, á hinu fornenska helgikvæði um Abgarus
konung, hef ég reynt að fylgja orðalagi frumtextans eins náið og mér var
unnt.1 En þar eð það hefur ekki alltaf tekist eins vel og við hefði mátt búast,
þegar unnið er með jafn skyld mál og fornensku og fornnorsku, og sem í
skáldamáli bjóða auk þess upp á fjölda samsvarana í hugsanagangi og tján-
ingarhætti, þá óska ég eftir að fá að birta hér nokkrar athugasemdir um þá sér-
stöku erfiðleika, sem torvelda góða orðrétta þýðingu af fornensku yfir á ís-
lensku, og sem við raunar veitum fyrst athygli þegar þýða skal kvæðiskorn. Í
Abgarus-kvæðinu2 stafa erfiðleikarnir að nokkru leyti af því að það er seint
samið og er því ekki í sönnum fornenskum stíl, en þeir eru ekki síður almenns
eðlis og gætu því varpað ljósi á þann eðlismun, sem ávallt hlýtur að hafa verið
á fornnorskum og fornenskum kveðskap, jafnvel á blómaskeiði beggja.
Sá bragarháttur sem elstur er með germönum, er eins og kunnugt er hið
1 Árið 1853 komu út í Kaupmannahöfn tvær fornenskar predikanir eða hómilíur: Tvende old-
engelske digte med oversættelser, ved G(eorge) Stephens. Indbydelsesskrift til Kjöbenhavns
Universitets fest, i anledning af Hans Majestæt Kongens fødselsdag, den 6. october 1853.
Útgáfunni fylgdi íslensk þýðing í bundnu máli, eftir Gísla Brynjúlfsson skáld. Þessar þýð-
ingar Gísla verða birtar í tvennu lagi í Griplu. Í þessu hefti er fyrri hómilían, ‘Frá Abgarus
konungi’, ásamt greinargerð sem Gísli lét fylgja þýðingu sinni. Í næsta hefti Griplu verður
seinni hómilían, ‘Á þriðja sunnudag í föstu’, ásamt ritgerð minni: „Þýðingar Gísla Brynjúlfs-
sonar úr fornensku“. Ég hef hér þýtt greinargerð Gísla í heild með neðanmálsgreinum, og
bætt við nokkrum neðanmálsgreinum sem eru merktar SPÍ. Aftast er stuttur kafli um útgáf-
una, og skýringar.
2 George Stephens taldi hómilíurnar vera helgikvæði, af því að í þeim er stuðlasetning. Nú er
hins vegar litið á þessa fornensku texta sem stuðlað lausamál.
GÍSLI BRYNJÚLFSSON
ÞÝÐINGAR ÚR FORNENSKU
Fyrri hluti: Frá Abgarus konungi
Sigurjón Páll Ísaksson bjó til prentunar
Gripla XVII (2006):167–192.