Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 103
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 101
í þessum línum er frumhendingin á fyrstu samstöfu (þeirri sömu og ber höfuð-
stafinn), og e.t.v. er sérkennið fólgið í því að banna viðsnúning eða önnur
tilbrigði í hrynjandinni. Ójöfnu línurnar sýna hins vegar dæmi um það.
Við næstu vísu stendur, eins og áður sagði, að þar hefji upp annað kvæði,
en þetta kvæði fjallar að mestu leyti um Skúla jarl. Hins vegar virðist sem ekki
fylgi nein meiri háttar bragfræðileg þáttaskil þessum kvæðaskilum. Hátturinn
á fyrstu vísu kvæðisins nefnist bragarbót og er sérkenni hans sagt vera það að
í fyrsta og þriðja vísuorði standa stuðlar „sem first“, þ.e. sem lengst hvor frá
öðrum, þ.e. í fyrstu og þriðju stöðu, en hendingarnar svo að ein samstafa er á
milli, þ.e. frumhendingin er í þriðju stöðu sem er næsta ris á undan lokarisinu.
Það vekur líka eftirtekt að í þessum línum eru frumhendingarnar alltaf í seinna
lið samsetts orðs:
Stáls dynblakka støkkvi ...
álms bifsœki aukum ...
odds bláferla jarli ...
Hárs saltunnu hrannir (31. vísa, forlínur)
Líta verður svo á að þetta sé fallið til að skapa bragfræðilega spennu og fjöl-
breytni, og skilgreining Snorra á forminu minnir á það sem sagt var um
tvískelft.
Hátturinn á 32. vísu kallast riðhendur (flt.). Hér segir í lausamáli á eftir, að
háttum skipti í öðru og fjórða vísuorði, en sérkennið er það að hafa frum-
hendinguna í þriðju stöðu, svo að eitt atkvæði er milli hennar og viðurhend-
ingarinnar, en það er raunar eins og í ójöfnu línunum í 31. vísu. Hins vegar er
ekki með öllu ljóst hvernig túlka beri öll ummælin um háttinn á þeirri 32., en
þar segir: „standa þar hendingar báðar samt nær enda ok lúkask á einu[m
hljóðsta]f báðar, ok er betr at samhljóðandi *sé eptir aðra“. Fyrri helmingur
vísunnar er svona:
Él þreifsk skarpt of Skúla
skýs snarvinda lindar,
egg varð hvƒss í hƒggum
hræs dynbrunnum runnin (32. vísa, l. 1-4)
Eðlilegt er að skilja orðið hljóðstafr svo að það merki sérhljóð, en óljóst er
hvernig túlka ber ummælin um að hendingar „á einum hljóðstaf báðar“. Eðli
máls samkvæmt lýkur rímeiningunum á samhljóði. Hugsanlega er átt við að
sama sérhljóð komi á eftir hendingaatkvæðunum, eins og stundum er, en þetta