Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 22
GRIPLA20
röksemdum málfræðinga. Ég nefni hér tvö bragfræðileg atriði sem vega þungt
til marks um háan aldur fornkvæða – og þá hugsa ég auðvitað sérstaklega um
kveðskap Egils.
(a) Craigies-lögmál. Dietrich Hofmann vitnar í ritgerð sinni í svonefnt
Craigies-lögmál, sem W. A. Craigie setti fram í Arkiv för nordisk filologi 16
(1900). Um lögmál þetta fjallar Hans Kuhn síðan nánar með sínum flókna
lærdómi í Zeitschrift für deutsches Altertum 1937.
Craigie leggur til grundvallar rit E. Sievers, Altgermanische Metrik (1893),
sem var eins konar biblía bragfræðinnar á þessum tíma, og bindur rannsókn
sína í fyrstu atrennu við dróttkvæðan hátt. Hann kannar öll kvæðin í safni
Konráðs Gíslasonar, Udvalg af Oldnordiske Skjaldekvad (1892) – Skjalde-
digtning Finns Jónssonar var að sjálfsögðu ekki komin út á þessum tíma.–
Niðurstaða Craigies, eða „lögmál“ hans sem svo hefur nefnt verið („Craigie’s
Law“, „das Craigiesche Gesetz“), er í stuttu máli á þessa leið:
Í dróttkvæðum hætti er einkvætt nafnorð í fjórðu samstöfu ljóðlínu ætíð
stutt (lið, frið, dag, gram o.s.frv.). Sama máli gegnir þótt nafnorðið endi á
löngu sérhljóði eða tvíhljóði (gný, bú, Frey o.s.frv.), og lögmálið raskast ekki
þótt við bætist nefnifalls-r (stafr, viðr, sonr). Til dæmis má taka eftirfarandi
vísuorð (Craigie, bls. 343–345):
Súðvirki lið búðir
verðungar, styr gerðu
ógndjarft fyr kné hvarfa
hjalmdrífu viðr lífi
Samkvæmt niðurstöðu Craigies gildir þessi regla eða lögmál fram til 1030
eða jafnvel lengur.
Næst snýr Craigie sér að því að kanna bragarháttu með ferkvæðum ljóð-
línum:
We must next enquire how far the same rule was observed in the short-
er metre now commonly called fornyrðislag (in which are included
balkarlag and Starkaðarlag; see Háttatal 97-99). As this, in its
strictest form, differs from dróttkvætt only by the want of the final
2, we should not expect a priori to find any serious discrepancy on
this head. A thorough examination of the question is, however, ren-
2 Þ.e. langt áhersluatkvæði + stutt atkvæði áherslulaust.